Söngvari Yes á svið með Todmobile Freyr Bjarnason skrifar 26. september 2013 08:30 „Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofnmeðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vinsælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitarinnar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Anderson þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfónísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þorvaldur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman. Þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi þá höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögunum okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frábærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tónleikana í Eldborg hefst í næstu viku. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Jon Anderson, upprunalegur söngvari ensku proggsveitarinnar heimsfrægu Yes, kemur fram á árlegum tónleikum Todmobile í Eldborgarsal Hörpu 15. nóvember. Flutt verða vinsælustu lög Yes og Todmobile. Anderson er einn af stofnmeðlimum Yes en hætti í sveitinni undir lok áttunda áratugarins. Hann sneri aftur í hana á þeim níunda og þá kom út eitt vinsælasta lag hennar, Owner Of A Lonely Heart. Tvær plötur sveitarinnar náðu efsta sæti breska vinsældarlistans á áttunda áratugnum. Þorvaldur Bjarni kynntist Anderson þegar sá síðarnefndi var að leita að samstarfsmönnum fyrir sinfóníska tónlist sem hann var að vinna. Þorvaldur sendi honum hluta af þeirri sinfónísku tónlist sem hann var að gera á þeim tíma, þar á meðal tónlist fyrir kvikmyndina Astropíu og söngleikinn Gosa, og hitti hún í mark hjá honum. „Við vorum í sambandi eftir það og fundum út að við vorum algjörlega á sömu blaðsíðu í músíkinni,“ segir Þorvaldur Bjarni, spurður út í vináttu þeirra. Í framhaldinu skiptust þeir á að senda á milli sín tónlist og sömdu þeir einhver lög saman. Þar á meðal eitt lag sem verður frumflutt á tónleikunum í Hörpu. Aðspurður segir Þorvaldur Bjarni að hljómsveitin Yes sé tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldum sínum í tónlistinni, ásamt David Bowie, Led Zeppelin, Roxy Music og King Crimson. „Ef hægt er að flokka Todmobile í einhvern geira í íslensku tónlistarlífi þá höfum við alltaf verið að míga utan í progg. Þótt sum af popplögunum okkar hafi slegið í gegn er uppistaðan alltaf þessi stóru lög sem hafa nýst okkur frábærlega á tónleikum. Við erum fyrst og fremst tónleikasveit og það sama má segja um Yes.“ Miðasala á tónleikana í Eldborg hefst í næstu viku.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira