Engin dramatík hjá systrunum í HAIM Freyr Bjarnason skrifar 3. október 2013 07:15 Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk samsuða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipphopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistaráhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftirtektarverðar smáskífur með lögunum Forever, Don"t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tónleikum og hefur ítrekað verið uppselt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lollapalooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferðalaginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk samsuða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipphopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistaráhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftirtektarverðar smáskífur með lögunum Forever, Don"t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tónleikum og hefur ítrekað verið uppselt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lollapalooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferðalaginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira