Gítarinn er miðpunktur alheimsins Freyr Bjarnason skrifar 5. október 2013 10:00 Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn og einn mesti gítarsnillingur rokksögunnar, Steve Vai, heldur tónleika í Hörpu 11. október klukkan 22, tveimur tímum síðar en til stóð, vegna landsleiks Íslands og Kýpur í undankeppni HM í fótbolta. Vai, sem er 53 ára, hefur á ferli sínum spilað með Frank Zappa, Public Image Ltd., David Lee Roth og Whitesnake, auk þess að sinna eigin sólóferli. Hann er á tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir sinni áttundu hljóðversplötu og þeirri fyrstu í sjö ár, The Story of Light. „Þegar ég er uppi á sviði finn ég að ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegast af öllu og ég nýt þess að þróa það áfram,“ segir Vai, sem spilar samanlagt á um 250 tónleikum bæði í Evrópu og víðar. Fer í hestaferð upp á jökul Þetta er í þriðja sinn sem kappinn heimsækir Ísland. Hann spilaði með Whitesnake í Reiðhöllinni árið 1990 og hljómsveitinni Zappa Plays Zappa í Hafnarhúsinu 2006. „Ég hlakka mjög til tónleikanna, líklega meira en til nokkurra annarra í tónleikferðinni,“ segir Vai, sem ætlar að nota tækifærið og fara í hestaferð upp á jökul eins og hann gerði er hann spilaði hér með Whitesnake. „Ég hef tvisvar áður komið til Íslands og mér hefur alltaf fundist þetta vera sérstakur staður og mjög töfrandi. Ég hef aldrei áður getað haldið mína eigin tónleika þar, þannig að þetta er frábært tækifæri,“ segir hann og lofar einstökum og öðruvísi tónleikum en fólk hefur áður séð. Fékk áhugann fimm ára Áhugi Vai á gítarleik vaknaði þegar hann var fimm ára er hann sá spilað á gítar í fyrsta sinn. „Ég varð umsvifalaust dolfallinn. Ég skildi strax eðli gítarsins og síðan þá hef ég aldrei hætt að læra eitthvað nýtt á hann,“ segir hann en tólf ára byrjaði hann að læra á hljóðfærið. „Mér fannst gítarinn hljóma töff. Hann býr til skelli, flautar, öskrar, hvíslar og hann er svo dínamískur að maður getur snert hann mjög mjúklega, spilað grimmt á hann og farið með hann í gegnum alls kyns „effekta“. Fyrir mér er gítarinn miðpunktur alheimsins.“ Vai kveðst ekki vera eins fjölhæfur og margir halda. „Fólk heldur að ég sé fjölhæfur og geti spilað djass, blús og klassík en ég spila þetta ekkert sérstaklega vel. Takmarkið er að þróa áfram minn eigin stíl. Eitt af því sem er mest gefandi fyrir mig er að hugsa um eitthvað sem ég get ekki gert á gítarinn, æfa mig og allt í einu geta gert það. Þegar ég finn melódíu eða „riff“ sem hljómar ekki eins og neitt annað sem ég hef heyrt og er á sama tíma heillandi, þá veitir það mér mesta ánægju.“ Lærði mikið af Frank Zappa Vai hefur spilað með mörgum frægum tónlistarmönnum. Hver ætli hafi verið eftirminnilegastur? „Fyrst vil ég nefna tónlistarkennarann minn í menntaskóla. Svo byrjaði ég í gítarnámi hjá Joe Satriani og hann hafði mikil áhrif á mig. Frank Zappa hafði svakaleg áhrif á mig, á mismunandi stigum. Þegar ég spilaði með Dave Roth lærði ég líka margt.“ Kynlífið eins og atvinnuglíma Spurður út kynlíf, dóp og rokk og ról og hvort hann hafi ekki gengið í gegnum allan pakkann á löngum ferli sínum segir Vai: „Ég var rokkstjarna á hátindi kynlífsins, dópsins og rokksins á níunda áratugnum. Ég sá þetta allt gerast en ég var heppinn því ég lét þetta eiga sig. Hvað eiturlyfin varðar var ég hræddur um að ef ég notaði þau myndi mér líka það eins og öllum öðrum og vissi að allt sem þú setur í líkamann hefur áhrif á heilann. Það myndi koma í veg fyrir að ég gæti búið til tónlist,“ segir hann og heldur áfram: „Hvað kynlífið varðar þá var það í gangi allt í kringum mig. Allir stunduðu það og þetta var meira eins og atvinnuglíma eða eitthvað slíkt. Ég var sjálfur í sambandi og ég vissi að svona lagað myndi flækja líf mitt og það vildi ég ekki gera. Hvað peningana varðar, já, þá græddi ég mikinn pening en ég missti mig aldrei og keypti dýra bíla eða dýr úr. Það er ekkert að því en það höfðaði ekki til mín.“ Vai segir frægðina aftur á móti hafa haft áhrif á sig. „Þegar þú verður frægur á einni nóttu og kemst á forsíðu allra tónlistartímarita og ert númer eitt í öllum gítarkönnunum og allir segja að þú sért frábær og framsækinn gítarleikari, þá getur það haft áhrif á sjálfsálitið og það hafði áhrif á mig. Það var það hættulega við kynlífið, dópið og rokkið og rólið sem ég varð að horfast í augu við.“ Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn og einn mesti gítarsnillingur rokksögunnar, Steve Vai, heldur tónleika í Hörpu 11. október klukkan 22, tveimur tímum síðar en til stóð, vegna landsleiks Íslands og Kýpur í undankeppni HM í fótbolta. Vai, sem er 53 ára, hefur á ferli sínum spilað með Frank Zappa, Public Image Ltd., David Lee Roth og Whitesnake, auk þess að sinna eigin sólóferli. Hann er á tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir sinni áttundu hljóðversplötu og þeirri fyrstu í sjö ár, The Story of Light. „Þegar ég er uppi á sviði finn ég að ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegast af öllu og ég nýt þess að þróa það áfram,“ segir Vai, sem spilar samanlagt á um 250 tónleikum bæði í Evrópu og víðar. Fer í hestaferð upp á jökul Þetta er í þriðja sinn sem kappinn heimsækir Ísland. Hann spilaði með Whitesnake í Reiðhöllinni árið 1990 og hljómsveitinni Zappa Plays Zappa í Hafnarhúsinu 2006. „Ég hlakka mjög til tónleikanna, líklega meira en til nokkurra annarra í tónleikferðinni,“ segir Vai, sem ætlar að nota tækifærið og fara í hestaferð upp á jökul eins og hann gerði er hann spilaði hér með Whitesnake. „Ég hef tvisvar áður komið til Íslands og mér hefur alltaf fundist þetta vera sérstakur staður og mjög töfrandi. Ég hef aldrei áður getað haldið mína eigin tónleika þar, þannig að þetta er frábært tækifæri,“ segir hann og lofar einstökum og öðruvísi tónleikum en fólk hefur áður séð. Fékk áhugann fimm ára Áhugi Vai á gítarleik vaknaði þegar hann var fimm ára er hann sá spilað á gítar í fyrsta sinn. „Ég varð umsvifalaust dolfallinn. Ég skildi strax eðli gítarsins og síðan þá hef ég aldrei hætt að læra eitthvað nýtt á hann,“ segir hann en tólf ára byrjaði hann að læra á hljóðfærið. „Mér fannst gítarinn hljóma töff. Hann býr til skelli, flautar, öskrar, hvíslar og hann er svo dínamískur að maður getur snert hann mjög mjúklega, spilað grimmt á hann og farið með hann í gegnum alls kyns „effekta“. Fyrir mér er gítarinn miðpunktur alheimsins.“ Vai kveðst ekki vera eins fjölhæfur og margir halda. „Fólk heldur að ég sé fjölhæfur og geti spilað djass, blús og klassík en ég spila þetta ekkert sérstaklega vel. Takmarkið er að þróa áfram minn eigin stíl. Eitt af því sem er mest gefandi fyrir mig er að hugsa um eitthvað sem ég get ekki gert á gítarinn, æfa mig og allt í einu geta gert það. Þegar ég finn melódíu eða „riff“ sem hljómar ekki eins og neitt annað sem ég hef heyrt og er á sama tíma heillandi, þá veitir það mér mesta ánægju.“ Lærði mikið af Frank Zappa Vai hefur spilað með mörgum frægum tónlistarmönnum. Hver ætli hafi verið eftirminnilegastur? „Fyrst vil ég nefna tónlistarkennarann minn í menntaskóla. Svo byrjaði ég í gítarnámi hjá Joe Satriani og hann hafði mikil áhrif á mig. Frank Zappa hafði svakaleg áhrif á mig, á mismunandi stigum. Þegar ég spilaði með Dave Roth lærði ég líka margt.“ Kynlífið eins og atvinnuglíma Spurður út kynlíf, dóp og rokk og ról og hvort hann hafi ekki gengið í gegnum allan pakkann á löngum ferli sínum segir Vai: „Ég var rokkstjarna á hátindi kynlífsins, dópsins og rokksins á níunda áratugnum. Ég sá þetta allt gerast en ég var heppinn því ég lét þetta eiga sig. Hvað eiturlyfin varðar var ég hræddur um að ef ég notaði þau myndi mér líka það eins og öllum öðrum og vissi að allt sem þú setur í líkamann hefur áhrif á heilann. Það myndi koma í veg fyrir að ég gæti búið til tónlist,“ segir hann og heldur áfram: „Hvað kynlífið varðar þá var það í gangi allt í kringum mig. Allir stunduðu það og þetta var meira eins og atvinnuglíma eða eitthvað slíkt. Ég var sjálfur í sambandi og ég vissi að svona lagað myndi flækja líf mitt og það vildi ég ekki gera. Hvað peningana varðar, já, þá græddi ég mikinn pening en ég missti mig aldrei og keypti dýra bíla eða dýr úr. Það er ekkert að því en það höfðaði ekki til mín.“ Vai segir frægðina aftur á móti hafa haft áhrif á sig. „Þegar þú verður frægur á einni nóttu og kemst á forsíðu allra tónlistartímarita og ert númer eitt í öllum gítarkönnunum og allir segja að þú sért frábær og framsækinn gítarleikari, þá getur það haft áhrif á sjálfsálitið og það hafði áhrif á mig. Það var það hættulega við kynlífið, dópið og rokkið og rólið sem ég varð að horfast í augu við.“
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira