Tónlist

Sólmundur í stað Gylfa Ægis

Freyr Bjarnason skrifar
Gylfi Ægisson söng lagið upphaflega.
Gylfi Ægisson söng lagið upphaflega.
Lagið Brjálað stuðlag með Dr. Gunna og vinum hans fer í útvarpsspilun í dag. Það fylgir eftir vinsældum Glaðasta hunds í heimi sem hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu.

Gylfi Ægisson söng Brjálaða stuðlagið upphaflega en eftir að hann kærði skipuleggjendur Gleðigöngunnar í Reykjavík og mikið fjaðrafok varð var ákveðið að fá eftirhermu hans, Sólmund Hólm, til að syngja lagið í hans stað.

Textanum var einnig breytt en hann fjallaði upphaflega um Gylfa sjálfan.

Aðrir sem syngja í laginu eru Mugison og Jakob Frímann Magnússon, auk þess sem Bjartmar Guðlaugsson er sögumaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×