Forsendubrestur íslenskrar kvikmyndagerðar Grímur Hákonarson skrifar 8. október 2013 06:00 Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur farið í gegnum miklar sveiflur á undanförnum árum. Á kvikmyndamáli væri hægt að kalla þetta „tilfinningarússíbana“. Árið 2010 voru framlög ríkisins til kvikmynda skorin niður um 35%, sem var mesti niðurskurður sem nokkur grein þurfti að taka á sig eftir hrunið. Síðan þá hafa kvikmyndagerðarmenn háð langa og stranga baráttu fyrir leiðréttingu og viðurkenningu á gildi kvikmyndagerðar fyrir samfélagið. Sýnt hefur verið fram á með ítarlegum skýrslum og greinargerðum að hver króna sem sett er í kvikmyndagerð skilar sér margfalt til baka í ríkiskassann, m.a. vegna þess að styrkur frá Kvikmyndamiðstöð Íslands tryggir aðgengi að erlendu fjármagni. Auk efnahagslegra verðmæta skapar greinin menningarleg verðmæti og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Þessi langa barátta virtist ætla að skila árangri því um síðustu áramót ákvað fráfarandi ríkisstjórn að hækka framlög til kvikmynda um 470 milljónir, sem var rúmlega tvöföldun á fyrri upphæð. Í kjölfarið má segja að nýtt tímabil hafi hafist í íslenskri kvikmyndagerð. Farið var í mikla vinnu við að endurskoða úthlutunarreglur Kvikmyndamiðstöðvar og laga umhverfi kvikmyndagerðarmanna að þessum breyttu forsendum. Framlög til kvikmyndaverka sem höfðu staðið í stað í áraraðir voru hækkuð og mörg ný verkefni sett í gang. Ný kvikmyndafyrirtæki urðu til og fólk sem var komið hálfa leiðina til Noregs ákvað að snúa aftur heim. Almenn bjartsýni ríkti í geiranum og talað var um að nú væri „nýtt kvikmyndavor“ í fæðingu.Sturtað niður En nú, níu mánuðum síðar, hefur kvikmyndavorið verið tekið með keisaraskurði af Bjarna Benediktssyni og sturtað niður í klósettið. Við erum að tala um 42% niðurskurð sem hlýtur að vera Íslandsmet! Hvaða atvinnugrein þolir það að vera skorin niður um 42%? Og það er ekki einu sinni hægt að kenna hruninu um! Þurfa kvikmyndagerðarmenn að búa við það í framíðinni að í hvert skipti sem ný ríkisstjórn kemst til valda eigi þeir von á slátrun? Það er dálítið merkilegt að þrátt fyrir þessar miklu sveiflur og þrátt fyrir alla orkuna sem kvikmyndagerðarmenn hafa eytt í að leiðrétta hlut sinn hefur íslenskum kvikmyndum sjaldan gengið jafn vel. Í síðustu viku var Benedikt Erlingsson valinn „besti nýi leikstjórinn“ á virtri kvikmyndahátíð í San Sebastian fyrir kvikmynd sína Hross í oss. Ólafur Darri var valinn besti leikarinn á Karlovy Vary fyrir XL og stuttmyndin Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson fékk dómnefndarverðlaun í Cannes. Íslenskar kvikmyndir eru valdar inn á virtar hátíðir og vekja athygli úti um allan heim, sem skilar sér í gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins. En það sem er merkilegast við þennan árangur er að íslensku kvikmyndirnar eru gerðar fyrir margfalt lægri fjárhæðir en erlendu keppinautarnir. Hæfileikarnir eru til staðar þó að fjármagnið vanti. Með 42% niðurskurðinum minnka líkurnar á því að þessir hæfileikar fái að vaxa og dafna. Það eru tveir flokkar sem sitja í ríkisstjórn. Annar flokkurinn hefur talað digurbarkalega um það að efla skuli íslenska kvikmyndagerð. Á landsfundi flokksins í febrúar var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands og kanna þarf með hvaða hætti hægt er að greiða enn frekar fyrir en nú er að erlendir kvikmyndaframleiðendur sjái sér hag í því að taka upp kvikmyndir sínar hérlendis.“ Ef eitthvað er að marka stefnu Framsóknarflokksins ætti hann tafarlaust að leiðrétta þann forsendubrest sem hefur orðið í íslenskri kvikmyndagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur farið í gegnum miklar sveiflur á undanförnum árum. Á kvikmyndamáli væri hægt að kalla þetta „tilfinningarússíbana“. Árið 2010 voru framlög ríkisins til kvikmynda skorin niður um 35%, sem var mesti niðurskurður sem nokkur grein þurfti að taka á sig eftir hrunið. Síðan þá hafa kvikmyndagerðarmenn háð langa og stranga baráttu fyrir leiðréttingu og viðurkenningu á gildi kvikmyndagerðar fyrir samfélagið. Sýnt hefur verið fram á með ítarlegum skýrslum og greinargerðum að hver króna sem sett er í kvikmyndagerð skilar sér margfalt til baka í ríkiskassann, m.a. vegna þess að styrkur frá Kvikmyndamiðstöð Íslands tryggir aðgengi að erlendu fjármagni. Auk efnahagslegra verðmæta skapar greinin menningarleg verðmæti og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Þessi langa barátta virtist ætla að skila árangri því um síðustu áramót ákvað fráfarandi ríkisstjórn að hækka framlög til kvikmynda um 470 milljónir, sem var rúmlega tvöföldun á fyrri upphæð. Í kjölfarið má segja að nýtt tímabil hafi hafist í íslenskri kvikmyndagerð. Farið var í mikla vinnu við að endurskoða úthlutunarreglur Kvikmyndamiðstöðvar og laga umhverfi kvikmyndagerðarmanna að þessum breyttu forsendum. Framlög til kvikmyndaverka sem höfðu staðið í stað í áraraðir voru hækkuð og mörg ný verkefni sett í gang. Ný kvikmyndafyrirtæki urðu til og fólk sem var komið hálfa leiðina til Noregs ákvað að snúa aftur heim. Almenn bjartsýni ríkti í geiranum og talað var um að nú væri „nýtt kvikmyndavor“ í fæðingu.Sturtað niður En nú, níu mánuðum síðar, hefur kvikmyndavorið verið tekið með keisaraskurði af Bjarna Benediktssyni og sturtað niður í klósettið. Við erum að tala um 42% niðurskurð sem hlýtur að vera Íslandsmet! Hvaða atvinnugrein þolir það að vera skorin niður um 42%? Og það er ekki einu sinni hægt að kenna hruninu um! Þurfa kvikmyndagerðarmenn að búa við það í framíðinni að í hvert skipti sem ný ríkisstjórn kemst til valda eigi þeir von á slátrun? Það er dálítið merkilegt að þrátt fyrir þessar miklu sveiflur og þrátt fyrir alla orkuna sem kvikmyndagerðarmenn hafa eytt í að leiðrétta hlut sinn hefur íslenskum kvikmyndum sjaldan gengið jafn vel. Í síðustu viku var Benedikt Erlingsson valinn „besti nýi leikstjórinn“ á virtri kvikmyndahátíð í San Sebastian fyrir kvikmynd sína Hross í oss. Ólafur Darri var valinn besti leikarinn á Karlovy Vary fyrir XL og stuttmyndin Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson fékk dómnefndarverðlaun í Cannes. Íslenskar kvikmyndir eru valdar inn á virtar hátíðir og vekja athygli úti um allan heim, sem skilar sér í gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins. En það sem er merkilegast við þennan árangur er að íslensku kvikmyndirnar eru gerðar fyrir margfalt lægri fjárhæðir en erlendu keppinautarnir. Hæfileikarnir eru til staðar þó að fjármagnið vanti. Með 42% niðurskurðinum minnka líkurnar á því að þessir hæfileikar fái að vaxa og dafna. Það eru tveir flokkar sem sitja í ríkisstjórn. Annar flokkurinn hefur talað digurbarkalega um það að efla skuli íslenska kvikmyndagerð. Á landsfundi flokksins í febrúar var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands og kanna þarf með hvaða hætti hægt er að greiða enn frekar fyrir en nú er að erlendir kvikmyndaframleiðendur sjái sér hag í því að taka upp kvikmyndir sínar hérlendis.“ Ef eitthvað er að marka stefnu Framsóknarflokksins ætti hann tafarlaust að leiðrétta þann forsendubrest sem hefur orðið í íslenskri kvikmyndagerð.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun