Flest lögin fjalla um eina stelpu Freyr Bjarnason skrifar 12. október 2013 09:00 Fyrsta lag Steinars, Up, hefur fengið góðar viðtökur bæði í útvarpinu og á Youtube. fréttablaðið/arnþór Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út. „Ég samdi fullt af lögum heima hjá mér og ákvað að gera úr því plötu,“ segir Steinar. „Ég fór til manns sem heitir Kristinn Snær Agnarsson og hann kynnti mig fyrir Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Seinna meir kynntist ég Redd Lights og úr því samstarfi varð þessi plata,“ segir Steinar, sem samdi í framhaldinu við Senu. Upptökuteymið Redd Lights hefur áður unnið með Páli Óskari, Friðriki Dór, Blaz Roca og Steinda Jr. Fyrsta lagið af plötunni, Up, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvunum og það hefur verið skoðað um sextán þúsund sinnum á Youtube. Aðspurður segir Steinar viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég var að vonast til að einhverjir myndu hlusta en ég ætlaði eiginlega aldrei að gefa þetta út, þannig að ég bjóst ekki við neinu sérstöku.“ Spurður út í nýja lagið segir hann: „Eins væmið og það hljómar þá eru flest lögin á plötunni um eina stelpu. Ég hef haldið því leyndu hver það er en þeir sem hlusta á plötuna í heild sinni geta mögulega fundið það út.“ Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út. „Ég samdi fullt af lögum heima hjá mér og ákvað að gera úr því plötu,“ segir Steinar. „Ég fór til manns sem heitir Kristinn Snær Agnarsson og hann kynnti mig fyrir Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Seinna meir kynntist ég Redd Lights og úr því samstarfi varð þessi plata,“ segir Steinar, sem samdi í framhaldinu við Senu. Upptökuteymið Redd Lights hefur áður unnið með Páli Óskari, Friðriki Dór, Blaz Roca og Steinda Jr. Fyrsta lagið af plötunni, Up, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvunum og það hefur verið skoðað um sextán þúsund sinnum á Youtube. Aðspurður segir Steinar viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég var að vonast til að einhverjir myndu hlusta en ég ætlaði eiginlega aldrei að gefa þetta út, þannig að ég bjóst ekki við neinu sérstöku.“ Spurður út í nýja lagið segir hann: „Eins væmið og það hljómar þá eru flest lögin á plötunni um eina stelpu. Ég hef haldið því leyndu hver það er en þeir sem hlusta á plötuna í heild sinni geta mögulega fundið það út.“
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira