Yfirnáttúrulegur gítargjörningur Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2013 10:00 Steve Vai fór á kostum á tónleikum sínum í Silfurbergi í Hörpu. Mynd/Jóhann Smári Karlsson Tónleikar: Steve Vai, Silfurbergi, Hörpu, 11. október Bandaríski gítarleikarinn Steve Vai var að spila í þriðja sinn á Íslandi er hann steig á svið í Hörpu seint á föstudagskvöld, rétt eftir að landsleik Íslendinga og Kýpur í fótbolta lauk. Hann byrjaði á að óska Íslendingum með hamingju með sigurinn í leiknum og tók fram hversu yndislegt væri að vera á Íslandi og að geta loksins spilað sína eigin tónlist hérna. Honum til halds og trausts voru trommari, bassa- og gítarleikari, hver öðrum fremri. Sýndu þeir snilli sína svo um munaði þegar Vai hvíldi sig baksviðs. Tónlistin sem Vai og félagar fluttu var ósungin en yfirleitt skemmtileg. Þar svissuðu þeir á milli rokks og rólegri laga, auk þess sem Vai settist einn niður með kassagítarinn um miðbik tónleikanna. Einnig mætti hann á myrkvað sviðið í upplýstum galla með hjálm á höfði og minnti helst á geimveru þegar hann framkvæmdi yfirnáttúrulegan gítargjörning sinn. Undir það síðasta fékk hann svo tvo áhorfendur upp á svið sem aðstoðuðu hann við að semja nýtt lag, eitthvað sem hann gerir á öllum sínum tónleikum. Í upphafi tónleikanna var tilkynnt að Vai ætlaði að spila í tvær og hálfa klukkustund án hlés. Á endanum spilaði hann í tæpar þrjár klukkustundir. Fyrir fram óttaðist maður að tónleikarnir yrðu langdregnir, enda þekkti maður lögin ekki og var líka hræddur um að þau yrðu keimlík með öllum þeim gítarsólóum sem fylgdu hverju þeirra. Vissulega voru lögin stundum lík og kannski hefði Vai mátt halda aftur af sér í gítarkúnstunum þegar líða fór á seinni hlutann. En verandi einn besti gítarleikari heims, æstur í að sýna Íslendingum hvað í hann er spunnið sem sólótónlistarmaður, var auðvelt að fyrirgefa honum. Það hjálpaði líka til hversu duglegur Vai var við að brjóta tónleikana upp á ýmsan máta. Þegar allt kemur til alls var þetta sannkölluð gítarsýning þar sem Vai sýndi að fáir ef einhverjir eru honum fremri á hljóðfærið. Yfirvegun hans var með eindæmum og virtist hann geta gert hvað sem honum datt í hug án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir því. Eftir að hafa spilað með tönnunum og meira að segja tungunni undir það síðasta og einnig skellt sér í íslensku landsliðstreyjuna við mikil fagnaðarlæti var komið að „leikslokum“. Vai kvaddi með bros á vor og stóð við loforð sitt um að láta áhorfendum sínum líða vel.Niðurstaða: Sannkölluð gítarsýning hjá einum fremsta gítarleikara heims. Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónleikar: Steve Vai, Silfurbergi, Hörpu, 11. október Bandaríski gítarleikarinn Steve Vai var að spila í þriðja sinn á Íslandi er hann steig á svið í Hörpu seint á föstudagskvöld, rétt eftir að landsleik Íslendinga og Kýpur í fótbolta lauk. Hann byrjaði á að óska Íslendingum með hamingju með sigurinn í leiknum og tók fram hversu yndislegt væri að vera á Íslandi og að geta loksins spilað sína eigin tónlist hérna. Honum til halds og trausts voru trommari, bassa- og gítarleikari, hver öðrum fremri. Sýndu þeir snilli sína svo um munaði þegar Vai hvíldi sig baksviðs. Tónlistin sem Vai og félagar fluttu var ósungin en yfirleitt skemmtileg. Þar svissuðu þeir á milli rokks og rólegri laga, auk þess sem Vai settist einn niður með kassagítarinn um miðbik tónleikanna. Einnig mætti hann á myrkvað sviðið í upplýstum galla með hjálm á höfði og minnti helst á geimveru þegar hann framkvæmdi yfirnáttúrulegan gítargjörning sinn. Undir það síðasta fékk hann svo tvo áhorfendur upp á svið sem aðstoðuðu hann við að semja nýtt lag, eitthvað sem hann gerir á öllum sínum tónleikum. Í upphafi tónleikanna var tilkynnt að Vai ætlaði að spila í tvær og hálfa klukkustund án hlés. Á endanum spilaði hann í tæpar þrjár klukkustundir. Fyrir fram óttaðist maður að tónleikarnir yrðu langdregnir, enda þekkti maður lögin ekki og var líka hræddur um að þau yrðu keimlík með öllum þeim gítarsólóum sem fylgdu hverju þeirra. Vissulega voru lögin stundum lík og kannski hefði Vai mátt halda aftur af sér í gítarkúnstunum þegar líða fór á seinni hlutann. En verandi einn besti gítarleikari heims, æstur í að sýna Íslendingum hvað í hann er spunnið sem sólótónlistarmaður, var auðvelt að fyrirgefa honum. Það hjálpaði líka til hversu duglegur Vai var við að brjóta tónleikana upp á ýmsan máta. Þegar allt kemur til alls var þetta sannkölluð gítarsýning þar sem Vai sýndi að fáir ef einhverjir eru honum fremri á hljóðfærið. Yfirvegun hans var með eindæmum og virtist hann geta gert hvað sem honum datt í hug án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir því. Eftir að hafa spilað með tönnunum og meira að segja tungunni undir það síðasta og einnig skellt sér í íslensku landsliðstreyjuna við mikil fagnaðarlæti var komið að „leikslokum“. Vai kvaddi með bros á vor og stóð við loforð sitt um að láta áhorfendum sínum líða vel.Niðurstaða: Sannkölluð gítarsýning hjá einum fremsta gítarleikara heims.
Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira