Maus snýr aftur eftir níu ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2013 07:00 „Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira