Hvað er hægri, Katrín? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 17. október 2013 06:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið og leitast við að draga skarpar pólitískar línur milli fyrrverandi og núverandi stjórnarflokka. Er það kjarninn í málflutningi Katrínar að stjórnarstefnan, sem birtist m.a. í fjárlagafrumvarpinu, marki stefnuna aftur til hægri. Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið. Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi. Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar. Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?Enginn sómi Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans. Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur. Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?Skrítnar áherslur Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins. Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands. Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna. Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið og leitast við að draga skarpar pólitískar línur milli fyrrverandi og núverandi stjórnarflokka. Er það kjarninn í málflutningi Katrínar að stjórnarstefnan, sem birtist m.a. í fjárlagafrumvarpinu, marki stefnuna aftur til hægri. Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið. Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi. Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar. Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?Enginn sómi Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans. Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur. Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?Skrítnar áherslur Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins. Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands. Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna. Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri?
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun