Lorde á framtíðina fyrir sér Freyr Bjarnason skrifar 17. október 2013 09:00 Söngkonan og lagasmiðurinn Lorde hefur gefið út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. nordicphotos/getty Nýsjálenska söngkonan og lagasmiðurinn Ella Yelich-O´Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með laginu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auckland og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvextinum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistarmanna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötvaði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðrablásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún neitaði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upptökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmyndarinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögulegum og segir hana popp-meistarastykki. Rolling Stone og Consequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitchfork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsældirnar til þessa er ljóst að hin kornunga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýsjálenska söngkonan og lagasmiðurinn Ella Yelich-O´Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með laginu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auckland og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvextinum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistarmanna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötvaði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðrablásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún neitaði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upptökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmyndarinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögulegum og segir hana popp-meistarastykki. Rolling Stone og Consequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitchfork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsældirnar til þessa er ljóst að hin kornunga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira