Tónlist

Tjáir sig um karlmann í ævisögu

Fyrrum söngvari The Smiths tjáir sig um alvarlegt samband í sjálfævisögu sinni.
Fyrrum söngvari The Smiths tjáir sig um alvarlegt samband í sjálfævisögu sinni. nordicphotos/getty
Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, tjáir sig í fyrsta sinn um alvarlegu sambandi með manni að nafni Jake Owen Walters í sjálfsævisögunni, Autobiography, sem kom út í dag.

Sambandið stóð yfir í tvö ár þegar söngvarinn var á fertugsaldri. Morrissey segir það samt ekki hreint út að um ástarsamband hafi verið að ræða en talar um að líf hans hafi í fyrsta sinn breyst úr „ég“ í „við“ og að loksins hafi hann náð góðum tengslum við einhvern.

Bókin átti upphaflega að koma út 16 september. Þremur dögum áður kom tilkynning frá útgefandanum Penguin Classic um að henni yrði frestað.

Undanfarin ár hefur Morrissey þurft að aflýsa eða fresta slatta af tónleikum, bæði vegna veikinda sinna eða móður sinnar.

Hér má lesa dóm frá The Telegraph um bókina þar sem hún fær fullt hús stiga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×