Er stolið mikið á þínu heimili? Bubbi Morthens skrifar 18. október 2013 06:00 Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu. Þetta sá ég í blöðunum hér fyrir margt löngu. Þá er víst verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist, síðan koma í kjölfarið auðvitað kvikmyndir, tónlist og mjög líklega verða bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Ég hef skrifað um þetta áður og svörin sem ég hef fengið eru á þessa leið: „Þú gerðir díl við bankann.“ „Þú átt þetta skilið því þú hefur selt svo mikið af plötum.“ „Sannaðu að þetta sé þjófnaður.“ „Hef aldrei keypt plötu með þér og fer ekki að byrja á því núna.“ „Þetta gera allir.“ „Diskar eru svo dýrir.“ „Þú átt pening.“ „Farðu nú að halda kjafti.“ „Þetta er nýi tíminn.“ „Fólk vill ekki kaupa diska.“ „Haldið bara tónleika og hættið að væla.“ Þetta eru bara nokkur svör sem ég fékk við að fjalla um þetta. Það er eitt sem ég skil ekki og það er það að fólki finnst í alvöru í lagi að hafa af mönnum tekjur fyrir vinnu sína! Að það sé ekki meiri virðing borin fyrir því sem menn gera. Auðvitað veit ég að það er stór hópur sem enn þá hefur siðferðið í lagi og stelur ekki. Gjörsamlega galið Tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar merkilega grein þar sem hann varar við að niðurhal tónlistar af internetinu, og nefnir Spotify sem dæmi, geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Það var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar. Þetta er ágætis dæmi um hvernig þróunin er að verða þar sem fólk greiðir fyrir niðurhal. Listamaðurinn fær nánast ekkert en sá sem stofnar veituna fær milljarða. Þróunin gæti orðið sú að menn einfaldlega hætta að búa til list ef höfundarrétturinn er ekki virtur. Ef ég kaupi málverk eftir Kjarval og geri síðan eftirprentanir og býð öllum sem vilja að fá sér eintak þá yrði ég stöðvaður og ákærður. Og svar mitt yrði að þetta væri nýr tími og menn yrðu bara að aðlaga sig. Býst nú ekki við að það yrði hlustað á mig. En af því að þetta er netið og þetta er tónlist eða kvikmynd þá er í lagi að stela og hafa af mönnum höfundarréttinn. Hvert eintak skiptir máli Að gera plötu á Íslandi kostar mig í kringum 2-5 milljónir. Hvert selt eintak skiptir máli. Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim sem þú ert að ræna. Til dæmis hér á landi er komin kynslóð sem er alin upp við að þetta sé í lagi. Foreldar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi. Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana. Þetta er umhverfið sem íslenskir og erlendir tónlistarmenn búa við. Ég geri mér grein fyrir að þetta er flókið vandamál en ég geri mér líka grein fyrir að þetta er siðferðislegt vandamál. Meira að segja DV er farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Leiðbeiningar um hvernig skuli fara fram hjá höfundarrétti eru ekki neytendavænar, þó að hægt sé að notfæra sér þær til að nálgast efni á ódýrari hátt en með löglegum leiðum. Það mætti líkja leiðbeiningum DV við leiðbeiningar um hvernig hægt er að smygla annars löglegri vöru fram hjá tollinum, hvort sem það væri iPhone, áfengi eða eitthvað annað. Skriðjöklar hét hljómsveit sem gerði plötu sem hét „Er sungið mikið á þínu heimili?“. Ég gæti alveg eins spurt þig: Er stolið mikið á þínu heimili? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu. Þetta sá ég í blöðunum hér fyrir margt löngu. Þá er víst verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist, síðan koma í kjölfarið auðvitað kvikmyndir, tónlist og mjög líklega verða bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Ég hef skrifað um þetta áður og svörin sem ég hef fengið eru á þessa leið: „Þú gerðir díl við bankann.“ „Þú átt þetta skilið því þú hefur selt svo mikið af plötum.“ „Sannaðu að þetta sé þjófnaður.“ „Hef aldrei keypt plötu með þér og fer ekki að byrja á því núna.“ „Þetta gera allir.“ „Diskar eru svo dýrir.“ „Þú átt pening.“ „Farðu nú að halda kjafti.“ „Þetta er nýi tíminn.“ „Fólk vill ekki kaupa diska.“ „Haldið bara tónleika og hættið að væla.“ Þetta eru bara nokkur svör sem ég fékk við að fjalla um þetta. Það er eitt sem ég skil ekki og það er það að fólki finnst í alvöru í lagi að hafa af mönnum tekjur fyrir vinnu sína! Að það sé ekki meiri virðing borin fyrir því sem menn gera. Auðvitað veit ég að það er stór hópur sem enn þá hefur siðferðið í lagi og stelur ekki. Gjörsamlega galið Tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar merkilega grein þar sem hann varar við að niðurhal tónlistar af internetinu, og nefnir Spotify sem dæmi, geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Það var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar. Þetta er ágætis dæmi um hvernig þróunin er að verða þar sem fólk greiðir fyrir niðurhal. Listamaðurinn fær nánast ekkert en sá sem stofnar veituna fær milljarða. Þróunin gæti orðið sú að menn einfaldlega hætta að búa til list ef höfundarrétturinn er ekki virtur. Ef ég kaupi málverk eftir Kjarval og geri síðan eftirprentanir og býð öllum sem vilja að fá sér eintak þá yrði ég stöðvaður og ákærður. Og svar mitt yrði að þetta væri nýr tími og menn yrðu bara að aðlaga sig. Býst nú ekki við að það yrði hlustað á mig. En af því að þetta er netið og þetta er tónlist eða kvikmynd þá er í lagi að stela og hafa af mönnum höfundarréttinn. Hvert eintak skiptir máli Að gera plötu á Íslandi kostar mig í kringum 2-5 milljónir. Hvert selt eintak skiptir máli. Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim sem þú ert að ræna. Til dæmis hér á landi er komin kynslóð sem er alin upp við að þetta sé í lagi. Foreldar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi. Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana. Þetta er umhverfið sem íslenskir og erlendir tónlistarmenn búa við. Ég geri mér grein fyrir að þetta er flókið vandamál en ég geri mér líka grein fyrir að þetta er siðferðislegt vandamál. Meira að segja DV er farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Leiðbeiningar um hvernig skuli fara fram hjá höfundarrétti eru ekki neytendavænar, þó að hægt sé að notfæra sér þær til að nálgast efni á ódýrari hátt en með löglegum leiðum. Það mætti líkja leiðbeiningum DV við leiðbeiningar um hvernig hægt er að smygla annars löglegri vöru fram hjá tollinum, hvort sem það væri iPhone, áfengi eða eitthvað annað. Skriðjöklar hét hljómsveit sem gerði plötu sem hét „Er sungið mikið á þínu heimili?“. Ég gæti alveg eins spurt þig: Er stolið mikið á þínu heimili?
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun