Tónlist

Diddú syngur með Agli Ólafs

Diddú syngur með Agli Ólafssyni í Hörpu.
Diddú syngur með Agli Ólafssyni í Hörpu. fréttablaðið/gva
Nú styttist í fyrirhugaða ferilstónleika Egils Ólafsonar sem verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 26. október.

Hljómsveitin Moses Hightower spilar með Agli á tónleikunum og hefur útsett sum lögin upp á nýtt. Högni Egilsson og Lay Low koma einnig fram og hefur lag Egils, Ekkert þras, sem þau syngja öll saman verið ofarlega á vinsældalistum síðustu vikurnar.

Fregnir herma að Egill muni fá fleiri gesti til að troða upp á tónleikunum. Einn þeirra ku vera Diddú en hún söng eftirminnilega lag Egils, Það brennur, seint á síðustu öld.

Gera má ráð fyrir að hún hafi engu gleymt og að röddin rati upp á þá háu tóna sem fólk þekkir úr þessu fræga lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×