Lífið

Dáist að kjarkinum í krökkunum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Gunnar Helgason er einn af dómurunum í leitinni að Jólastjörnunni 2013.
Gunnar Helgason er einn af dómurunum í leitinni að Jólastjörnunni 2013. Fréttablaðið/Anton
Leitin að Jólastjörnunni 2013 er hafin á Vísi. Þetta er í þriðja sinn sem leitin fer fram.

„Ég dáist að kjarkinum í krökkunum, þú ert svo mikið að afhjúpa þig þegar þú syngur svona inn á myndband,“ segir Gunnar Helgason, einn dómaranna í leitinni, um aðdáun sína á þátttakendum.

„Ég ráðlegg krökkunum að syngja ekki á ensku því þá er svo mikil hætta á að þeir hermi bara eftir. Ef krakkarnir syngja á íslensku kemur röddin betur í ljós og krakkarnir syngja frekar með sínu nefi.“

Þeir sem eru sextán ára og yngri geta tekið þátt í leitinni að Jólastjörnunni. Tíu bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn vera valinn.

Ísland í dag mun fylgjast grannt með leitinni. Sigurvegarinn kemur síðan fram með nokkrum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar hinn 14. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins í Laugardalshöllinni.

Nánari upplýsingar má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×