Þorvaldur Davíð lýkur tökum á Dracula í nóvember Sara McMahon skrifar 19. október 2013 07:00 Þorvaldur Davíð Kristjánsson dvelur í Belfast við tökur á Dracula Untold. Unnusta hans og dóttir dvelja nú hjá honum. Mynd/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira