Bíó og sjónvarp

Hryllingsmyndin Frost seld til 56 landa

Freyr Bjarnason skrifar
Hryllingsmyndin hefur verið seld til 56 landa.
Hryllingsmyndin hefur verið seld til 56 landa. Mynd/bjarni gríms
„Það er búið að selja myndina til 56 landa. Það er með því meira sem gerist með íslenskar bíómyndir,“ segir Ingvar Þórðarson, annar af framleiðendum Frosts.

Hryllingsmyndin tók þátt í hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem var haldin í Los Angeles en tókst ekki að hreppa sigurlaunin sem kallast Gyllta hauskúpan.

„Ég var að koma þarna í annað sinn og það er mjög ánægjulegt að vera þarna. Þarna eru allir hryllingsmeistararnir í heiminum,“ segir Ingvar, sem ræddi við ýmsa aðila varðandi Frost.

Hann er mjög ánægður með hversu mörg lönd hafa keypt sýningarréttinn á myndinni. „Sci-fi hryllingsmyndageirinn er mjög sérhæfður en hann er risastór. Það er líka alþjóðlegur áhugi fyrir íslenskum myndum varðandi sölu á þeim erlendis.“

Viðræður hafa verið uppi í eitt ár um bandaríska endurgerð á Frosti. Fari svo að ráðist verði í það verkefni er ætlunin að gera nokkrar myndir. „Það er hugmyndin og þeim líst vel á það þarna úti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.