„Kjánalegt að gefa sér andstöðu okkar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Það er engin ástæða til að ætla að þessi stjórnarandstaða muni haga sér með þeim hætti að frumvarpið fái ekki framgang á þinginu. Við höfum ekki tileinkað okkur vinnubrögð síðustu stjórnarandstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær að það gæti tekið tíma að koma frumvarpi um skuldaleiðréttingu heimilanna í gegnum þingið. „Þegar þetta er kynnt þá þarf þetta augljóslega að fara til umræðu hjá þinginu og þar getur verið einhver fyrirstaða,“ segir Sigmundur Davíð sem einnig var spurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að líklega verði tillögur um bót á skuldavanda heimilanna ekki tilbúnar fyrr en eftir áramót. Bjarni sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að tillögur myndu berast frá nefndum um skuldavandann í nóvember og desember og að taka þyrfti þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar á þinginu. Því væri hann ekki vongóður um að búið yrði að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum og klára þau í gegnum þrjár umræður fyrir jól. Sigmundur Davíð segir enga ástæðu til að skilja ummæli Bjarna sem svo að sjálfstæðismenn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum þar sem skuldaleiðrétting heimilanna sé skýrt útlistuð. „Bjarni var fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það eru eðlilegar áhyggjur eins og stjórnarandstaðan hefur talað.“ Árni Páll segir ekki hægt að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi stjórnarinnar. „Það er kjánaleg smjörklípa að halda því fram að stjórnarandstaðan verði í andstöðu við mál sem við höfum aldrei séð. En ég vil auðvitað sjá hvað stendur til. Það fer eftir hvaða þingmann Framsóknarflokks þú talar við hvernig útfærslan á að vera. En forsætisráðherra verður að bera ábyrgð á málinu og ríkisstjórnin þarf að standa skil á að efna loforð sem gefin hafa verið,“ segir Árni Páll. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Það er engin ástæða til að ætla að þessi stjórnarandstaða muni haga sér með þeim hætti að frumvarpið fái ekki framgang á þinginu. Við höfum ekki tileinkað okkur vinnubrögð síðustu stjórnarandstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær að það gæti tekið tíma að koma frumvarpi um skuldaleiðréttingu heimilanna í gegnum þingið. „Þegar þetta er kynnt þá þarf þetta augljóslega að fara til umræðu hjá þinginu og þar getur verið einhver fyrirstaða,“ segir Sigmundur Davíð sem einnig var spurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að líklega verði tillögur um bót á skuldavanda heimilanna ekki tilbúnar fyrr en eftir áramót. Bjarni sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að tillögur myndu berast frá nefndum um skuldavandann í nóvember og desember og að taka þyrfti þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar á þinginu. Því væri hann ekki vongóður um að búið yrði að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum og klára þau í gegnum þrjár umræður fyrir jól. Sigmundur Davíð segir enga ástæðu til að skilja ummæli Bjarna sem svo að sjálfstæðismenn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum þar sem skuldaleiðrétting heimilanna sé skýrt útlistuð. „Bjarni var fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það eru eðlilegar áhyggjur eins og stjórnarandstaðan hefur talað.“ Árni Páll segir ekki hægt að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi stjórnarinnar. „Það er kjánaleg smjörklípa að halda því fram að stjórnarandstaðan verði í andstöðu við mál sem við höfum aldrei séð. En ég vil auðvitað sjá hvað stendur til. Það fer eftir hvaða þingmann Framsóknarflokks þú talar við hvernig útfærslan á að vera. En forsætisráðherra verður að bera ábyrgð á málinu og ríkisstjórnin þarf að standa skil á að efna loforð sem gefin hafa verið,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira