Bíó og sjónvarp

Fleiri verðlaun til Hvalfjarðar

Guðmundur Arnar Guðmundsson með verðlaunin sem hann fékk á Hamptons-hátíðinni.
Guðmundur Arnar Guðmundsson með verðlaunin sem hann fékk á Hamptons-hátíðinni.
Síðan Hvalfjörður, í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hlaut dómnefndarverðlaun á Cannes-hátíðinni hefur stuttmyndin unnið til þrennra annarra verðlauna.

Hún hlaut Golden Starfish-verðlaunin þegar hún var sýnd á Hamptons-hátíðinni í Bandaríkjunum og er þar með orðin gjaldgeng fyrir tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmyndina árið 2015.

Einnig var hún valin besta stuttmyndin á Film Fest Gent-hátíðinni í Belgíu. Með þeim sigri hlaut hún tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2014.

Hvalfjörður var einnig valin besta leikna stuttmyndin á alþjóðlegu hátíðinni í Varsjá í Póllandi sem lauk um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×