Bíó og sjónvarp

Tökur á Hrauninu í fullum gangi

Freyr Bjarnason skrifar
Reynir Lyngdal og Björn Hlynur Haraldsson við tökur á Hrauninu hjá Landspítalanum.
Reynir Lyngdal og Björn Hlynur Haraldsson við tökur á Hrauninu hjá Landspítalanum. fréttablaðið/stefán
Upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hrauninu standa nú yfir í Reykjavík og lýkur þeim eftir tæpar tvær vikur.

Áður höfðu tökurnar farið fram á Snæfellsnesi og gengu þær prýðilega að sögn leikstjórans, Reynis Lyngdals.

„Það hitti svo vel á með veðrið. Þetta er ótrúlegur staður. Orkan er mikil og náttúrufegurðin ótrúleg. Þetta er flottur bakgrunnur fyrir þessa seríu, mjög „mystískt“,“ segir Reynir.

Hraunið er framhald Hamarsins sem var sýndur í sjónvarpinu 2011. Þessi nýja sería verður líkast til frumsýnd um páskana. Björn Hlynur Haraldsson leikur rannsóknarlögreglumanninn Helga Marvin sem er sendur á Snæfellsnes til að aðstoða lögregluna á svæðinu við rannsókn máls. Á sama tíma hverfur ungur maður með dóttur sína eftir berjatínsluferð úti í hrauni.

„Þetta er svipaður „fílingur“,“ segir Reynir er hann ber saman Hraunið og Hamarinn. „Þetta er svolítið harðara mál sem lögreglumaðurinn er að glíma við í þetta skiptið. Það er aðeins meiri „aksjón“ í þetta skiptið og það er verið að glíma við aðeins harðari glæpamenn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.