Bíó og sjónvarp

Hunnam heim til Englands

Charlie Hunnam hætti við Fifty Shades of Grey til að sinna fjölskyldu sinni. Dakota Johnson fer með hlutverk Steele.
Charlie Hunnam hætti við Fifty Shades of Grey til að sinna fjölskyldu sinni. Dakota Johnson fer með hlutverk Steele. Nordicphotos/getty
Breski leikarinn Charlie Hunnam hætti fyrir stuttu við að taka að sér aðalhlutverk kvikmyndarinnar Fifty Shades of Grey. Mikið hefur verið fjallað um málið í erlendum fjölmiðlum og útskýrði Hunnam ákvörðun sína fyrir sjónvarpsstöðinni E!.

„Ég þarf að sinna persónulegum málum. Þegar ég hef lokið við tökur á sjónvarpsþáttunum [Sons of Anarchy] ætla ég til Englands að hitta fólkið mitt. Síðan mun ég taka að mér að leika í nýrri kvikmynd eftir Guillermo [del Toro]. Ég hyggst einbeita mér að þessu í bili,“ sagði leikarinn. Hann missti föður sinn í maí.

Líklegt þykir að Jamie Dornan, Billy Magnussen eða Luke Bracey taki við hlutverki Christians Grey í stað Hunnam. Leikstjóri myndarinnar, Sam Taylor-Johnson, hyggst hefja tökur á myndinni í nóvember og er áætlaður frumsýningardagur hennar 14. ágúst á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.