Vika opins aðgangs Hrafn H. Malmquist og Guðmundur Árni Þórisson og Ian Watson skrifa 25. október 2013 06:00 Vikan 21.-27. október er árleg vika opins aðgangs. Opinn aðgangur merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, sé aðgengilegt öllum á rafrænu formi á netinu án endurgjalds. Almennt gildir það að til þess að geta lesið ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum, sem þiggja laun eða styrki frá hinu opinbera til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, þarf að greiða áskriftargjald að fræðiritum. Ein helstu rökin með opnum aðgangi eru að almenningur eigi ekki að þurfa að greiða þriðja aðila fyrir að sjá afrakstur vinnu sem hann hefur þegar kostað óbeint með skattpeningum sínum. Spurningin um opinn aðgang er þó ekki aðeins spurning um sanngirni gagnvart skattborgurum. Hún snýst einnig um akademíska skilvirkni, akademískt frelsi, nýsköpun og framfarir í hnattvæddum heimi. Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að upplýsingum og framboði á þeim. Það þekkist óvíða að frjáls aðgangur sé að helstu dagblöðum 20. aldarinnar í gegnum netið – þá er það ekki síður mikilvægt að þau eru leitarbær (timarit.is). Mesta sérstaða Íslands hvað varðar aðgengi að efni er hins vegar að frá árinu 1999 hafa allar nettengdar tölvur á Íslandi haft svokallaðan Landsaðgang að mörgum rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á netinu (hvar.is). Nokkuð algengt er víða um heim, að stofnanir á borð við skóla og sjúkrahús geri slíka samninga við útgefendur, en það er einstakt að heilt land semji á þennan hátt við útgefendur og að allir skattgreiðendur taki þannig þátt í kostnaðinum. Vísindamenn eru í fæstum tilvikum á höttunum á eftir skjótfengnum gróða. Þeir vilja heldur deila þekkingu sinni. Hagsmunir vísindamannsins felast þess vegna að miklu leyti í því að miðla þekkingu sinni með eins skilvirkum hætti og kostur er. Eigendur fræðirita sem öðlast hafa sess sem áreiðanlegir miðlar þekkingar á sínu sviði eru því í einokunarstöðu gagnvart kaupendum efnisins, þ.e. rannsóknarstofnunum og bókasöfnum. Kostnaður við Landsaðgang og áskriftargjöld hafa hækkað um árabil meira en góðu hófi gegnir. Til að sporna við þessari þróun hafa virtir háskólar á borð við Harvard sett sér bindandi stefnu um opinn aðgang og víða hafa verið settar fram kröfur um að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af opinberu fé séu birtar í opnum aðgangi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að greinar sem birtar eru í opnum aðgangi eru lesnar af fleirum og fá fleiri tilvitnanir en þær sem lokaðar eru. Í Bandaríkjunum er lögbundið að afrit af tímaritsgreinum sem styrktar eru af NIH (National Institute of Health) skulu send í PubMed Central sem er varðveislusafn í opnum aðgangi á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana. Stór hluti hinna 2,8 milljóna fræðigreina sem PubMed Central geymir væru annars aðeins aðgengilegar gegnum lokuð áskriftarrit. Public Library of Science (PLoS) var stofnað fyrir rúmum áratug og gefur nú út sjö ritrýnd tímarit í læknisfræði, líffræði og skyldum greinum. Þar birtast tugir þúsunda greina á hverju ári sem eru opnar öllum. Áætlað er að í kringum 10% af heildarfjölda fræðigreina sem koma út á hverju ári séu gefin út á þennan máta, og að a.m.k. annar eins fjöldi greina í áskriftarritum sé gerður aðgengilegur gegnum opin varðveislusöfn á borð við PubMed Central. Þróun á þessum vettvangi hefur verið hæg á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Í janúar á síðasta ári setti Háskólinn á Bifröst sér stefnu um opinn aðgang, og Rannís bætti ákvæði um opinn aðgang inn í reglur til þeirra sem fá úthlutað styrkjum til rannsókna á þessu ári, samkvæmt breytingu á lögum sem tóku gildi í ár. Stærsta mennta- og rannsóknastofnun landsins, Háskóli Íslands, hefur í stefnu sinni fyrir árin 2011-2016 sett sér það markmið að móta stefnu um opinn aðgang. Hann hefur enn ekki gert það. Þekking er lykillinn að farsælli framtíð fyrir okkur öll – tryggjum að hún verði ekki of dýru verði keypt. Í dag verður haldið málþing um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík 10.30-16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.Hrafn H. Malmquist starfsmaður Landsbókasafns Íslands – HáskólabókasafnsGuðmundur Árni Þórisson verkefnisstjóri hjá Háskóla ÍslandsIan Watson lektor við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Vikan 21.-27. október er árleg vika opins aðgangs. Opinn aðgangur merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, sé aðgengilegt öllum á rafrænu formi á netinu án endurgjalds. Almennt gildir það að til þess að geta lesið ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum, sem þiggja laun eða styrki frá hinu opinbera til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, þarf að greiða áskriftargjald að fræðiritum. Ein helstu rökin með opnum aðgangi eru að almenningur eigi ekki að þurfa að greiða þriðja aðila fyrir að sjá afrakstur vinnu sem hann hefur þegar kostað óbeint með skattpeningum sínum. Spurningin um opinn aðgang er þó ekki aðeins spurning um sanngirni gagnvart skattborgurum. Hún snýst einnig um akademíska skilvirkni, akademískt frelsi, nýsköpun og framfarir í hnattvæddum heimi. Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að upplýsingum og framboði á þeim. Það þekkist óvíða að frjáls aðgangur sé að helstu dagblöðum 20. aldarinnar í gegnum netið – þá er það ekki síður mikilvægt að þau eru leitarbær (timarit.is). Mesta sérstaða Íslands hvað varðar aðgengi að efni er hins vegar að frá árinu 1999 hafa allar nettengdar tölvur á Íslandi haft svokallaðan Landsaðgang að mörgum rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á netinu (hvar.is). Nokkuð algengt er víða um heim, að stofnanir á borð við skóla og sjúkrahús geri slíka samninga við útgefendur, en það er einstakt að heilt land semji á þennan hátt við útgefendur og að allir skattgreiðendur taki þannig þátt í kostnaðinum. Vísindamenn eru í fæstum tilvikum á höttunum á eftir skjótfengnum gróða. Þeir vilja heldur deila þekkingu sinni. Hagsmunir vísindamannsins felast þess vegna að miklu leyti í því að miðla þekkingu sinni með eins skilvirkum hætti og kostur er. Eigendur fræðirita sem öðlast hafa sess sem áreiðanlegir miðlar þekkingar á sínu sviði eru því í einokunarstöðu gagnvart kaupendum efnisins, þ.e. rannsóknarstofnunum og bókasöfnum. Kostnaður við Landsaðgang og áskriftargjöld hafa hækkað um árabil meira en góðu hófi gegnir. Til að sporna við þessari þróun hafa virtir háskólar á borð við Harvard sett sér bindandi stefnu um opinn aðgang og víða hafa verið settar fram kröfur um að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af opinberu fé séu birtar í opnum aðgangi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að greinar sem birtar eru í opnum aðgangi eru lesnar af fleirum og fá fleiri tilvitnanir en þær sem lokaðar eru. Í Bandaríkjunum er lögbundið að afrit af tímaritsgreinum sem styrktar eru af NIH (National Institute of Health) skulu send í PubMed Central sem er varðveislusafn í opnum aðgangi á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana. Stór hluti hinna 2,8 milljóna fræðigreina sem PubMed Central geymir væru annars aðeins aðgengilegar gegnum lokuð áskriftarrit. Public Library of Science (PLoS) var stofnað fyrir rúmum áratug og gefur nú út sjö ritrýnd tímarit í læknisfræði, líffræði og skyldum greinum. Þar birtast tugir þúsunda greina á hverju ári sem eru opnar öllum. Áætlað er að í kringum 10% af heildarfjölda fræðigreina sem koma út á hverju ári séu gefin út á þennan máta, og að a.m.k. annar eins fjöldi greina í áskriftarritum sé gerður aðgengilegur gegnum opin varðveislusöfn á borð við PubMed Central. Þróun á þessum vettvangi hefur verið hæg á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Í janúar á síðasta ári setti Háskólinn á Bifröst sér stefnu um opinn aðgang, og Rannís bætti ákvæði um opinn aðgang inn í reglur til þeirra sem fá úthlutað styrkjum til rannsókna á þessu ári, samkvæmt breytingu á lögum sem tóku gildi í ár. Stærsta mennta- og rannsóknastofnun landsins, Háskóli Íslands, hefur í stefnu sinni fyrir árin 2011-2016 sett sér það markmið að móta stefnu um opinn aðgang. Hann hefur enn ekki gert það. Þekking er lykillinn að farsælli framtíð fyrir okkur öll – tryggjum að hún verði ekki of dýru verði keypt. Í dag verður haldið málþing um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík 10.30-16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.Hrafn H. Malmquist starfsmaður Landsbókasafns Íslands – HáskólabókasafnsGuðmundur Árni Þórisson verkefnisstjóri hjá Háskóla ÍslandsIan Watson lektor við Háskólann á Bifröst
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun