Tónlist

„Komdu þessu í spilun núna strax“

Freyr Bjarnason skrifar
Páll Óskar Hjálmtýsson er ósáttur við að Haukur Viðar hafi frumflutt lagið á Visir.is.
Páll Óskar Hjálmtýsson er ósáttur við að Haukur Viðar hafi frumflutt lagið á Visir.is.
„Ég hefði ekki gert þetta ef ég hefði verið hann. Ég hefði geymt þetta þangað til laganefndin hefur kveðið upp sinn dóm,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson.

Hann er einn þeirra sem syngja lagið Evrópa og við eftir Hauk Viðar Alfreðsson sem var frumflutt á Visir.is í gær. Lagið var sent inn í Eurovision-keppnina á síðustu stundu en ólíklegt er að það hljóti náð fyrir augum dómnefndarinnar, enda var það frumflutt opinberlega áður en það var flutt á RÚV.

Reglur voru settar um að það mætti ekki eftir að laginu Til hamingju Ísland með Silvíu Nótt var lekið á netið löngu áður en keppnin byrjaði.

„Þetta er alltof gott lag til þess að vera að klúðra þessu svona,“ segir Palli, sem hefði verið tilbúinn til að syngja það í undankeppninni. Hann tók síðast þátt í Eurovision árið 1997 með laginu Minn hinsti dans.

„Honum [Hauki Viðari] hefur þá ekki verið meiri alvara en þetta. En ég segi: „Komdu þessu í spilun núna strax, þetta er „hittari“,“ segir hann svekktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×