Tæknilegasta hljómsveit landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 11:00 Tæknilegasta hljómsveit landsins ásamt umboðsmanninu. Fréttablaðið/Daníel „Ég held að við séum alveg örugglega tæknilegasta hljómsveit landsins,“ segir Viðar Jónsson, stofnandi hljómsveitarinnar Þryðjy Kossynn! sem samanstendur af tæknimönnum Þjóðleikhússins. Tæknimennirnir Axel Cortes, Halldór Snær Bjarnason og Kristinn Gauti Einarsson ásamt Viðari mynda hljómsveitina sem hefur verið starfandi í tvö ár en þeir leika og syngja fjölbreytta tónlist á fimm tungumálum. „Sveitin var stofnuð í einhverju flippi en við syngjum lög á íslensku, ensku, spænsku, þýsku og dönsku,“ bætir Viðar við. Þessir lykilstarfsmenn Þjóðleikhússins njóta aðstoðar ýmissa gestasöngvara sem margir hverjir eru þjóðþekktir og jafnvel heimsþekktir. „Ólafía Hrönn er fastur gestasöngvari hjá okkur en hún er einnig umboðsmaður okkar. Það er öllum starfsmönnum Þjóðleikhússins boðið að ganga í hljómsveitina en við erum samt fjórir sem myndum þennan kjarna,“ útskýrir Viðar. Þryðjy Kossynn! kemur fram á hljómleikum á Café Rosenberg á laugardag og hefjast þeir klukkan 22. „Með okkur koma fram heimsþekktir einstaklingar sem ég get því miður ekki nafngreint,“ bætir Viðar við að lokum. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég held að við séum alveg örugglega tæknilegasta hljómsveit landsins,“ segir Viðar Jónsson, stofnandi hljómsveitarinnar Þryðjy Kossynn! sem samanstendur af tæknimönnum Þjóðleikhússins. Tæknimennirnir Axel Cortes, Halldór Snær Bjarnason og Kristinn Gauti Einarsson ásamt Viðari mynda hljómsveitina sem hefur verið starfandi í tvö ár en þeir leika og syngja fjölbreytta tónlist á fimm tungumálum. „Sveitin var stofnuð í einhverju flippi en við syngjum lög á íslensku, ensku, spænsku, þýsku og dönsku,“ bætir Viðar við. Þessir lykilstarfsmenn Þjóðleikhússins njóta aðstoðar ýmissa gestasöngvara sem margir hverjir eru þjóðþekktir og jafnvel heimsþekktir. „Ólafía Hrönn er fastur gestasöngvari hjá okkur en hún er einnig umboðsmaður okkar. Það er öllum starfsmönnum Þjóðleikhússins boðið að ganga í hljómsveitina en við erum samt fjórir sem myndum þennan kjarna,“ útskýrir Viðar. Þryðjy Kossynn! kemur fram á hljómleikum á Café Rosenberg á laugardag og hefjast þeir klukkan 22. „Með okkur koma fram heimsþekktir einstaklingar sem ég get því miður ekki nafngreint,“ bætir Viðar við að lokum.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira