Eldar loguðu á sviðinu Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Hljómsveitin Eldar stóð sig vel í Iðnó. Tónlist Eldar Iceland Airwaves-hátíðin Iðnó Hljómsveitin Eldar úr Keflavík spilaði fyrir þægilegan fjölda tónleikagesta í Iðnó í gærkvöldi. Tónlistin var í rólegri kantinum en stórskemmtileg. Söngur Valdimars Guðmundssonar var í einu orði sagt: Frábær. Hann var einnig skemmtilega vandræðalegur og feiminn á milli laga. Áhorfendur hlógu að mjög svo bókstaflegum þýðingum lagaheita Elda yfir á ensku. Þegar Valdimar var að kynna síðasta lagið fór íslenskur maður upp á svið og bað meðlimi hljómsveitarinnar um að gefa sér eiginhandaráritun. Valdimar benti honum á að spyrja þau frekar að tónleikunum loknum. Eldar, sem er hliðarverkefni Valdimars og Björgvins Ívars Baldurssonar, er greinilega mönnuð góðum tónlistarmönnum og heppnuðust tónleikarnir mjög vel. Ekki var vart við eitt óánægt andlit á meðal gesta. Niðurstaða: Hinir fínustu tónleikar. Að mestu rólegar melódíur og raddir söngkonunnar og Valdimars virkuðu vel saman, sem og hljóðfæraleikurinn. Gagnrýni Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Eldar Iceland Airwaves-hátíðin Iðnó Hljómsveitin Eldar úr Keflavík spilaði fyrir þægilegan fjölda tónleikagesta í Iðnó í gærkvöldi. Tónlistin var í rólegri kantinum en stórskemmtileg. Söngur Valdimars Guðmundssonar var í einu orði sagt: Frábær. Hann var einnig skemmtilega vandræðalegur og feiminn á milli laga. Áhorfendur hlógu að mjög svo bókstaflegum þýðingum lagaheita Elda yfir á ensku. Þegar Valdimar var að kynna síðasta lagið fór íslenskur maður upp á svið og bað meðlimi hljómsveitarinnar um að gefa sér eiginhandaráritun. Valdimar benti honum á að spyrja þau frekar að tónleikunum loknum. Eldar, sem er hliðarverkefni Valdimars og Björgvins Ívars Baldurssonar, er greinilega mönnuð góðum tónlistarmönnum og heppnuðust tónleikarnir mjög vel. Ekki var vart við eitt óánægt andlit á meðal gesta. Niðurstaða: Hinir fínustu tónleikar. Að mestu rólegar melódíur og raddir söngkonunnar og Valdimars virkuðu vel saman, sem og hljóðfæraleikurinn.
Gagnrýni Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira