Tónlist

Hljóp í skarðið

Arngunnur Árnadóttir kom fram með hljómsveitinni Samaris
Arngunnur Árnadóttir kom fram með hljómsveitinni Samaris Fréttablaðið/Valli
Arngunnur Árnadóttir, fyrsti klarínettuleikari Sinfóníunnar og ljóðskáld, kom fram með hljómsveitinni Samaris á Iceland Airwaves á dögunum. Arngunnur er þó ekki meðlimur sveitarinnar, en hún hljóp í skarðið vegna þess að Áslaug Rún Magnúsdóttir, klarínettuleikari sveitarinnar, var fjarverandi.

Arngunnur átti ekki í erfiðleikum með spilamennskuna og sagði í samtali við Fréttablaðið að verkefnið hefði verið mjög skemmtilegt og það hafi verið heiður að koma fram með Samaris.

Fram undan hjá Arngunni eru tónleikar með Sinfóníunni þar sem kvikmyndatónlist verður flutt en þar verður rómantíkin í fyrirrúmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×