Uppselt á sjö mínútum Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 08:00 Stefán Hilmarsson „Miðasala hófst á föstudaginn klukkan 12.00 og klukkan 12.07 var orðið uppselt,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem býður upp á jólatónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 20. desember. „Ásókn var satt að segja miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ákváðum við sem snöggvast að bæta við einum aukatónleikum daginn eftir,“ bætir Stefán við, en aðeins eru örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötu Stefáns sem ber titilinn Ein handa þér, sem kom út fyrir fimm árum, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög. Auk þess munu þar hljóma eitt til tvö lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hefur haft í hægum smíðum undanfarin misseri. Mörg þessara laga hefur hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar Ein handa þér kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. „Þetta eru fyrstu svona formlegu jólatónleikarnir sem ég held,“ segir Stefán en honum til fulltingis verða valinkunnir spilarar auk þess sem nokkrir leynigestir láta sjá sig á tónleikunum. Framundan eru einnig Viðhafnartónleikar Sálarinnar sem fram fara í Hörpu næsta laugardagskvöld. Seldist upp á tónleikana á fyrsta degi og var því aukatónleikum bætt við. Miðasala á midi.is. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Miðasala hófst á föstudaginn klukkan 12.00 og klukkan 12.07 var orðið uppselt,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem býður upp á jólatónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 20. desember. „Ásókn var satt að segja miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ákváðum við sem snöggvast að bæta við einum aukatónleikum daginn eftir,“ bætir Stefán við, en aðeins eru örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötu Stefáns sem ber titilinn Ein handa þér, sem kom út fyrir fimm árum, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög. Auk þess munu þar hljóma eitt til tvö lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hefur haft í hægum smíðum undanfarin misseri. Mörg þessara laga hefur hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar Ein handa þér kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. „Þetta eru fyrstu svona formlegu jólatónleikarnir sem ég held,“ segir Stefán en honum til fulltingis verða valinkunnir spilarar auk þess sem nokkrir leynigestir láta sjá sig á tónleikunum. Framundan eru einnig Viðhafnartónleikar Sálarinnar sem fram fara í Hörpu næsta laugardagskvöld. Seldist upp á tónleikana á fyrsta degi og var því aukatónleikum bætt við. Miðasala á midi.is.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira