Hinir sílogandi netheimar Halldór Auðar Svansson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar