Vandræðalegt augnablik Jónas Sen skrifar 11. nóvember 2013 12:00 "Gunnar Guðbjörnsson var í afleitu formi og skemmdi heildarmyndina.“ Fréttablaðið/Valli Verdi og Wagner í Norðurljósum Hörpu. Söngvarar: Gunnar Guðbjörnsson, Helga Rós Indriðadóttir og Bjarni Thor Kristinsson ásamt píanóleikurum. Fimmtudagur 7. nóvember Fyrir um tuttugu árum síðan skrifaði ég gagnrýni um óperuna Évgení Ónegín eftir Tsjajkovskí. Þar minntist ég sérstaklega á tenórinn Gunnar Guðbjörnsson, sem ég sagði að hefði verið „ALGERT ÆÐI“. Síðan liðu nokkur ár. Stundum heyrði ég í Gunnari á þessum árum og þótti frammistaða hans hrífandi. Það var eitthvað töfrandi við röddina og túlkunin var oft svo heillandi að maður gleymdi stund og stað. Svo syrti í álinn. Um tíu árum á eftir Ónegín hlýddi ég á Gunnar á einleikstónleikum í Ými, þáverandi húsi Karlakórs Reykjavíkur. Hann var þá ekki sami söngvarinn. Neðri tónar raddsviðsins voru að vísu fallegir, en efri nóturnar svo mattar og hljómlausar að það eyðilagði alla dagskrána. Ég sótti tónleika með Gunnari nokkrum sinnum eftir það. Þetta virtist vera viðvarandi vandamál hjá honum, misslæmt þó. Undanfarin ár hef ég ekki heyrt neitt í Gunnari. En á fimmtudagskvöldið gafst tækifæri til þess á tónleikum með honum ásamt Helgu Rós Indriðadóttur sópran og Bjarna Thor Kristinssyni bassa í Norðurljósum Hörpu. Tilefnið var tvö hundruð ára afmæli Wagners og Verdis. Þau Helga Rós og Bjarni Thor voru bæði prýðisgóð. Bjarni er alltaf kröftugur og með mikla sviðsnærveru. Hann olli ekki vonbrigðum nú. Helga Rós var líka glæsileg. Pace, pace mio Dio! úr La forze del Destino eftir Verdi hjá henni var einkar spennandi. Röddin var sérlega fögur og túlkunin grípandi. Sömu sögu er að segja um tónlist Wagners. Píanóleikararnir Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir voru einnig með allt sitt á hreinu, leikurinn var tær og nákvæmur. Allt þetta hafði þó lítið að segja sökum Gunnars. Aría MacDuffs úr Macbeth misheppnaðist gersamlega hjá honum. Hann hætti í henni miðri og bar við kvefi. Gekk út af sviðinu, það var vandræðalegt augnablik. Reyndi aftur síðar og komst þá í gegnum aríuna með herkjum. Svipaða sögu er að segja um annað sem hann söng um kvöldið. Hann var eins og á tónleikunum í Ými sem ég minntist á hér að ofan. Bara verri. Af þessum ástæðum er ekki hægt að gefa dagskránni í Hörpu háa einkunn. Það er synd, því hitt listafólkið var gott og betra en það. En Gunnar var í mikilvægu hlutverki, söng í mörgum atriðum og eyðilagði því heildarmyndina. Auðvitað má segja að Gunnar hafi bara verið veikur. Það kemur jú fyrir alla að missa röddina einhvern tímann. En ef söngvari er svo illa haldinn af kvefi að hann getur ekki sungið, veit hann það áður en hann gengur á sviðið. Í slíkum tilfellum er tónleikunum aflýst, eða staðgengill fenginn. Annað eins hefur nú gerst og þykir ekki tiltökumál. Hefði ekki verið betra að blása tónleikana bara af?Niðurstaða: Gunnar Guðbjörnsson var í afleitu formi og skemmdi heildarmyndina fyrir öðru ágætu listafólki. Uppfært 13.11. Athugasemd frá Jónasi Sen: Grein mín um tónleika með söngvaranum Gunnari Guðbjörnssyni virðist hafa farið fyrir brjóstið á mörgum. Meginefni greinarinnar var veikindi söngvarans sem hafði gríðarleg áhrif á heildarmynd tónleikanna. Ég spurði í lok greinarinnar af hverju tónleikunum hefði ekki verið aflýst af þeim sökum. Mér hefur verið bent á að ég hafi í greininni hafi ég gert lítið úr ferli Gunnars sem söngvara. Það er nú svo að ég er ekki fullkominn, ég get gert mistök rétt eins og þeir sem ég skrifa um. Ég ber fulla virðingu fyrir Gunnari sem listamanni. Þó að hann hafi verið í slæmu formi þetta kvöld getur allt eins verið að hann verði í fínu formi næsta kvöld. Ég vil því hér með biðja Gunnar og hlutaðeigendur afsökunar á að hafa farið yfir strikið í umfjöllun minni um hann. Gagnrýni Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Verdi og Wagner í Norðurljósum Hörpu. Söngvarar: Gunnar Guðbjörnsson, Helga Rós Indriðadóttir og Bjarni Thor Kristinsson ásamt píanóleikurum. Fimmtudagur 7. nóvember Fyrir um tuttugu árum síðan skrifaði ég gagnrýni um óperuna Évgení Ónegín eftir Tsjajkovskí. Þar minntist ég sérstaklega á tenórinn Gunnar Guðbjörnsson, sem ég sagði að hefði verið „ALGERT ÆÐI“. Síðan liðu nokkur ár. Stundum heyrði ég í Gunnari á þessum árum og þótti frammistaða hans hrífandi. Það var eitthvað töfrandi við röddina og túlkunin var oft svo heillandi að maður gleymdi stund og stað. Svo syrti í álinn. Um tíu árum á eftir Ónegín hlýddi ég á Gunnar á einleikstónleikum í Ými, þáverandi húsi Karlakórs Reykjavíkur. Hann var þá ekki sami söngvarinn. Neðri tónar raddsviðsins voru að vísu fallegir, en efri nóturnar svo mattar og hljómlausar að það eyðilagði alla dagskrána. Ég sótti tónleika með Gunnari nokkrum sinnum eftir það. Þetta virtist vera viðvarandi vandamál hjá honum, misslæmt þó. Undanfarin ár hef ég ekki heyrt neitt í Gunnari. En á fimmtudagskvöldið gafst tækifæri til þess á tónleikum með honum ásamt Helgu Rós Indriðadóttur sópran og Bjarna Thor Kristinssyni bassa í Norðurljósum Hörpu. Tilefnið var tvö hundruð ára afmæli Wagners og Verdis. Þau Helga Rós og Bjarni Thor voru bæði prýðisgóð. Bjarni er alltaf kröftugur og með mikla sviðsnærveru. Hann olli ekki vonbrigðum nú. Helga Rós var líka glæsileg. Pace, pace mio Dio! úr La forze del Destino eftir Verdi hjá henni var einkar spennandi. Röddin var sérlega fögur og túlkunin grípandi. Sömu sögu er að segja um tónlist Wagners. Píanóleikararnir Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir voru einnig með allt sitt á hreinu, leikurinn var tær og nákvæmur. Allt þetta hafði þó lítið að segja sökum Gunnars. Aría MacDuffs úr Macbeth misheppnaðist gersamlega hjá honum. Hann hætti í henni miðri og bar við kvefi. Gekk út af sviðinu, það var vandræðalegt augnablik. Reyndi aftur síðar og komst þá í gegnum aríuna með herkjum. Svipaða sögu er að segja um annað sem hann söng um kvöldið. Hann var eins og á tónleikunum í Ými sem ég minntist á hér að ofan. Bara verri. Af þessum ástæðum er ekki hægt að gefa dagskránni í Hörpu háa einkunn. Það er synd, því hitt listafólkið var gott og betra en það. En Gunnar var í mikilvægu hlutverki, söng í mörgum atriðum og eyðilagði því heildarmyndina. Auðvitað má segja að Gunnar hafi bara verið veikur. Það kemur jú fyrir alla að missa röddina einhvern tímann. En ef söngvari er svo illa haldinn af kvefi að hann getur ekki sungið, veit hann það áður en hann gengur á sviðið. Í slíkum tilfellum er tónleikunum aflýst, eða staðgengill fenginn. Annað eins hefur nú gerst og þykir ekki tiltökumál. Hefði ekki verið betra að blása tónleikana bara af?Niðurstaða: Gunnar Guðbjörnsson var í afleitu formi og skemmdi heildarmyndina fyrir öðru ágætu listafólki. Uppfært 13.11. Athugasemd frá Jónasi Sen: Grein mín um tónleika með söngvaranum Gunnari Guðbjörnssyni virðist hafa farið fyrir brjóstið á mörgum. Meginefni greinarinnar var veikindi söngvarans sem hafði gríðarleg áhrif á heildarmynd tónleikanna. Ég spurði í lok greinarinnar af hverju tónleikunum hefði ekki verið aflýst af þeim sökum. Mér hefur verið bent á að ég hafi í greininni hafi ég gert lítið úr ferli Gunnars sem söngvara. Það er nú svo að ég er ekki fullkominn, ég get gert mistök rétt eins og þeir sem ég skrifa um. Ég ber fulla virðingu fyrir Gunnari sem listamanni. Þó að hann hafi verið í slæmu formi þetta kvöld getur allt eins verið að hann verði í fínu formi næsta kvöld. Ég vil því hér með biðja Gunnar og hlutaðeigendur afsökunar á að hafa farið yfir strikið í umfjöllun minni um hann.
Gagnrýni Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira