Nokkur orð um rannsóknir og samkeppnissjóði Eiríkur Smári Sigurðarson og Ásta Sif Erlingsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar