Að bjarga íslenskunni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. nóvember 2013 06:15 Sérlega vel tókst til með verðlaun Jónasar Hallgrímssonar að þessu sinni og var allt í anda skáldsins góða: Jórunn Sigurðardóttir er eldsál sem hefur fjallað af ástríðu um bókmenntir í útvarpið um árabil og notaði aldeilis tækifærið til að lesa þeim pistilinn sem vilja sjoppuvæða þá stofnun sem hún starfar fyrir, Ríkisútvarpið. Og Ljóðaslammið hjá Borgarbókasafninu er eitt skemmtilegasta framtak seinni ára í því að efla áhuga og vitund ungs fólks um möguleika og erindi ljóðlistarinnar. Og ekki síst: það er löngu tímabært að vekja rækilega athygli á því þjóðþrifastarfi sem sinnt er af Máltæknisetri við furðu lítinn skilning og hvað þá stuðning þeirra stjórnmálamanna sem við búum við. Í þessu starfi er fremstur í flokki Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við HÍ, sem annars er kunnur fyrir frjálslyndi sitt í málfarsefnum og andstöðu við málumvöndunarmenn. En hann er samt sá maður sem nú stendur í fararbroddi við að bjarga íslenskunni. Um það snýst starf Máltækniseturs. Löngun til að íslenskan dugi áfram í nýju umhverfi. Vonandi verður þessi viðurkenning til að opna augu stjórnmálamannanna sem virðast vilja láta reka á reiðanum í þessu sem öðru. Vonandi nota þeir nú 350 ára afmæli Árna Magnússonar, sem á sínum tíma bjargaði íslenskum menningarverðmætum frá glötun, og fara að styðja myndarlega starfsemi Máltækniseturs sem gæti bjargað íslenskri tungu í því nýja samfélagi sem við okkur blasir á nýrri öld.„Sími sem skilur þig“Við munum í nálægri framtíð nota einhvers konar vélmenni til þess að létta undir með okkur við ýmis úrlausnarefni daglegrar tilveru, stór og smá. Við munum tala við tækin í æ ríkari mæli eftir því sem fram líða stundir. Við munum gefa þeim skipanir og þau síðan bregðast við. Málið snýst um það hvort barnabörnin okkar nota íslensku þegar þau tala við ryksuguna sína, sláttuvélina, símann eða bílinn, sem vonandi á einhvern tímann eftir að komast af því 19. aldar stigi sem honum hefur verið haldið á fram á síðustu ár. Nú er ástandið þannig að ekki má einu sinni vekja athygli á því að Samsung-símar skilja okkur þegar við tölum íslensku við þá en símar frá Apple gera það ekki. Auglýsing sem vakti athygli á þessari grundvallarstaðreynd á spaugilegan hátt var umsvifalaust bönnuð af samkeppnisyfirvöldum, rétt eins og þetta eigi að vera feimnismál eða skipti engu máli. En þetta skiptir máli. Þetta skiptir höfuðmáli. Sagan kennir okkur að tungumál þarf að nota á sem flestum sviðum tilverunnar eigi það að lifa. Hvers vegna ættum við að láta framtíðina ráðast af dyntum einhverra millistjórnenda hjá Apple-fyrirtækinu eða öðrum slíkum heimsvaldafyrirtækjum sem vilja að öll mannleg starfsemi fari fram á þeim forsendum sem þeim þóknast að útdeila – og rukka svo fyrir. Ef við tölum alltaf ensku við ryksuguna okkar, bílinn, sláttuvélina, uppþvottavélina og sturtuna og ef við notum alltaf ensku í umhverfi tölvu og síma og tækni – þá hefur enskan þokast inn á ný svið tilveru okkar, tekið yfir svið þar sem við notuðum áður íslensku. Svona deyja tungumál. Á því færri sviðum sem þau eru notuð er þeim mun meiri hætta á því að þau trénist upp og deyi. Þau deyja ekki úr þágufallssýki eða hljóðvillu heldur af notkunarleysi. Þau deyja þegar þau eru bara til hátíðarbrigða, bara til spari. Tungumálið er því aðeins lifandi að það sé notað í daglegu lífi í hinu allra hversdagslegasta samhengi.Frumskylda íslenskra stjórnmálamanna Og er það ekki allt í lagi, spyrja sennilega einhverjir – þó að íslenskan hverfi? Nei. Ef við Íslendingar varðveitum ekki þetta tungumál gerir það enginn annar. Þá fara menningarverðmæti forgörðum. Mannkynið verður einu tungumálinu fátækara, einum hugsunarhættinum, einni tegundinni af mennsku og aðferð við að fást við heiminn. Þegar tungumál deyr hverfur með því heill menningarheimur. Íslenskan er verðmæti í sjálfu sér. Það er frumskylda íslenskra stjórnmálamanna að stuðla að því að íslenska lifi áfram við nýjar aðstæður. Þetta er hægt að gera og aðrar þjóðir allt í kringum okkur gera þetta unnvörpum: það þarf að safna orðaforða og tæknivæða hann. Þetta er tímafrekt nákvæmnisverk sem kallar á vissa sérþekkingu – en þetta er alveg gerlegt. Það þarf viðhorfsbreytingu hjá sumum fyrirtækjum, eins og til að mynda Apple á Íslandi sem á ekki að lögsækja keppinauta fyrir að benda á að þeir eru komnir fram úr þeim á því sviði að aðlaga umhverfi sitt íslenskri tungu – heldur að mæta þeim í samkeppni og gera betur. Stjórnmálamennirnir og embættismennirnir í Menntamálaráðuneytinu verða að rumska. Til að hægt sé að inna af hendi þetta starf þarf sem sé svolitla peninga – alls ekki mikla; við erum ekkert að tala um jarðgangakostnað hér. Eins og málum er háttað um þessar mundir fær þessi starfsemi ekki neitt fé – ekki krónu. Það fær ekki heldur neitt úr rannsóknarsjóðum enda ekki hægt að sýna fram á að frumlegar niðurstöður komi út úr starfinu: allt liggur fyrir um það sem þarf að gera. Og þá er bara að drífa í þessu. Það er ekki nóg að veita mönnum verðlaun og klapp á bakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Sjá meira
Sérlega vel tókst til með verðlaun Jónasar Hallgrímssonar að þessu sinni og var allt í anda skáldsins góða: Jórunn Sigurðardóttir er eldsál sem hefur fjallað af ástríðu um bókmenntir í útvarpið um árabil og notaði aldeilis tækifærið til að lesa þeim pistilinn sem vilja sjoppuvæða þá stofnun sem hún starfar fyrir, Ríkisútvarpið. Og Ljóðaslammið hjá Borgarbókasafninu er eitt skemmtilegasta framtak seinni ára í því að efla áhuga og vitund ungs fólks um möguleika og erindi ljóðlistarinnar. Og ekki síst: það er löngu tímabært að vekja rækilega athygli á því þjóðþrifastarfi sem sinnt er af Máltæknisetri við furðu lítinn skilning og hvað þá stuðning þeirra stjórnmálamanna sem við búum við. Í þessu starfi er fremstur í flokki Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við HÍ, sem annars er kunnur fyrir frjálslyndi sitt í málfarsefnum og andstöðu við málumvöndunarmenn. En hann er samt sá maður sem nú stendur í fararbroddi við að bjarga íslenskunni. Um það snýst starf Máltækniseturs. Löngun til að íslenskan dugi áfram í nýju umhverfi. Vonandi verður þessi viðurkenning til að opna augu stjórnmálamannanna sem virðast vilja láta reka á reiðanum í þessu sem öðru. Vonandi nota þeir nú 350 ára afmæli Árna Magnússonar, sem á sínum tíma bjargaði íslenskum menningarverðmætum frá glötun, og fara að styðja myndarlega starfsemi Máltækniseturs sem gæti bjargað íslenskri tungu í því nýja samfélagi sem við okkur blasir á nýrri öld.„Sími sem skilur þig“Við munum í nálægri framtíð nota einhvers konar vélmenni til þess að létta undir með okkur við ýmis úrlausnarefni daglegrar tilveru, stór og smá. Við munum tala við tækin í æ ríkari mæli eftir því sem fram líða stundir. Við munum gefa þeim skipanir og þau síðan bregðast við. Málið snýst um það hvort barnabörnin okkar nota íslensku þegar þau tala við ryksuguna sína, sláttuvélina, símann eða bílinn, sem vonandi á einhvern tímann eftir að komast af því 19. aldar stigi sem honum hefur verið haldið á fram á síðustu ár. Nú er ástandið þannig að ekki má einu sinni vekja athygli á því að Samsung-símar skilja okkur þegar við tölum íslensku við þá en símar frá Apple gera það ekki. Auglýsing sem vakti athygli á þessari grundvallarstaðreynd á spaugilegan hátt var umsvifalaust bönnuð af samkeppnisyfirvöldum, rétt eins og þetta eigi að vera feimnismál eða skipti engu máli. En þetta skiptir máli. Þetta skiptir höfuðmáli. Sagan kennir okkur að tungumál þarf að nota á sem flestum sviðum tilverunnar eigi það að lifa. Hvers vegna ættum við að láta framtíðina ráðast af dyntum einhverra millistjórnenda hjá Apple-fyrirtækinu eða öðrum slíkum heimsvaldafyrirtækjum sem vilja að öll mannleg starfsemi fari fram á þeim forsendum sem þeim þóknast að útdeila – og rukka svo fyrir. Ef við tölum alltaf ensku við ryksuguna okkar, bílinn, sláttuvélina, uppþvottavélina og sturtuna og ef við notum alltaf ensku í umhverfi tölvu og síma og tækni – þá hefur enskan þokast inn á ný svið tilveru okkar, tekið yfir svið þar sem við notuðum áður íslensku. Svona deyja tungumál. Á því færri sviðum sem þau eru notuð er þeim mun meiri hætta á því að þau trénist upp og deyi. Þau deyja ekki úr þágufallssýki eða hljóðvillu heldur af notkunarleysi. Þau deyja þegar þau eru bara til hátíðarbrigða, bara til spari. Tungumálið er því aðeins lifandi að það sé notað í daglegu lífi í hinu allra hversdagslegasta samhengi.Frumskylda íslenskra stjórnmálamanna Og er það ekki allt í lagi, spyrja sennilega einhverjir – þó að íslenskan hverfi? Nei. Ef við Íslendingar varðveitum ekki þetta tungumál gerir það enginn annar. Þá fara menningarverðmæti forgörðum. Mannkynið verður einu tungumálinu fátækara, einum hugsunarhættinum, einni tegundinni af mennsku og aðferð við að fást við heiminn. Þegar tungumál deyr hverfur með því heill menningarheimur. Íslenskan er verðmæti í sjálfu sér. Það er frumskylda íslenskra stjórnmálamanna að stuðla að því að íslenska lifi áfram við nýjar aðstæður. Þetta er hægt að gera og aðrar þjóðir allt í kringum okkur gera þetta unnvörpum: það þarf að safna orðaforða og tæknivæða hann. Þetta er tímafrekt nákvæmnisverk sem kallar á vissa sérþekkingu – en þetta er alveg gerlegt. Það þarf viðhorfsbreytingu hjá sumum fyrirtækjum, eins og til að mynda Apple á Íslandi sem á ekki að lögsækja keppinauta fyrir að benda á að þeir eru komnir fram úr þeim á því sviði að aðlaga umhverfi sitt íslenskri tungu – heldur að mæta þeim í samkeppni og gera betur. Stjórnmálamennirnir og embættismennirnir í Menntamálaráðuneytinu verða að rumska. Til að hægt sé að inna af hendi þetta starf þarf sem sé svolitla peninga – alls ekki mikla; við erum ekkert að tala um jarðgangakostnað hér. Eins og málum er háttað um þessar mundir fær þessi starfsemi ekki neitt fé – ekki krónu. Það fær ekki heldur neitt úr rannsóknarsjóðum enda ekki hægt að sýna fram á að frumlegar niðurstöður komi út úr starfinu: allt liggur fyrir um það sem þarf að gera. Og þá er bara að drífa í þessu. Það er ekki nóg að veita mönnum verðlaun og klapp á bakið.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun