Lífið

Eftirsóttar í Game of Thrones

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sylvía Dögg fékk vinnu í búningadeild Game of Thrones.
Sylvía Dögg fékk vinnu í búningadeild Game of Thrones.
Tökulið þáttanna Game of Thrones hefur heimsótt Ísland í tvígang og tekið upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu. Fjölmargir Íslendingar hafa unnið við gerð þáttanna og virðist íslenskt handbragð eiga vel upp á pallborðið hjá erlendu framleiðendunum.

Listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna og verður í tökum í Belfast á Írlandi þar til rétt fyrir jól.

Nú hefur önnur íslensk stúlka, Stefanía Tinna Miljevic, fengið vinnu í förðunardeild þáttanna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hún vann við fjórðu seríu Game of Thrones í Króatíu og vinnur alla fimmtu seríuna með teyminu næsta sumar.

Þá fékk kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson stórt hlutverk í fjórðu seríu þáttanna. Leikur hann Gregor Clegane, sem gengur gjarnan undir nafninu The Mountain, eða Fjallið. Fjórða serían verður frumsýnd vestan hafs á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.