Erlent

Gengu út af loftslagsráðstefnu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Umhverfissinnar mótmæltu með því að ganga út.
Umhverfissinnar mótmæltu með því að ganga út. Mynd/AP
Hundruð umhverfisverndarsinna gengu út af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi.

Í yfirlýsingu sögðu þeir að nánast enginn árangur væri sjáanlegur eftir fundarhöldin, sem hófust í síðustu viku en lýkur í dag.

Fyrirfram var ekki búist við neinum tímamótaniðurstöðum á þessari ráðstefnu, en ráðstefnan hefur einkennst af deilum um fjármögnun á aðstoð við fátækari lönd, til að gera þeim kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×