Lífið

Gefur sörurnar fyrir mestu áheitin

Það eru 50 sörur í boði og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þær eru fullar af hamingju fyrir utan að vera ótrúlega góðar.
Það eru 50 sörur í boði og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þær eru fullar af hamingju fyrir utan að vera ótrúlega góðar.
Anna Lóa hefur um árabil skrifað pistla um hamingjuna og segir að það sé nærandi fyrir sálina að láta gott af sér leiða.

„Mér finnst sörur alveg rosalega góðar, en það er dálítið mál að búa þær til svo ég var eiginlega hætt við að baka sörur vegna þess að ég er ótrúlega óþolinmóð í eldhúsinu og „baka, bíða, dýfa, kæla“ er ekki alveg ég. En þegar ég skráði mig á jolapeysan.is ákvað ég að gera þetta svona og leggja góðu málefni lið með því að skora eiginlega á sjálfa mig í leiðinni.“

Barnaheill vinna um þessar mundir að verkefni sem snýr að fátækt barna á Íslandi, en hér á landi búa tæplega níu þúsund börn við fátækt samkvæmt samantekt samtakanna. Verkefnið snýst um að styðja við börn í þessari stöðu og gera þeim kleift að njóta réttinda og tækifæra til jafns við önnur börn.

„Mér finnst afar mikilvægt að leggja mitt af mörkum til þessa málaflokks og ef sörurnar mínar geta veitt margfalda gleði, þá er þetta ekki spurning.“

Anna Lóa hvetur því alla til að heita á sig;

„Það eru 50 sörur í boði og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þær eru fullar af hamingju fyrir utan að vera ótrúlega góðar. Stóra spurningin er bara hver verður svo heppinn að hreppa hamingjusörurnar mínar í ár?”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×