Rice Krispís kökur Hrefnu Sætran Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Hrefna Sætran MYND/Björn árnason „Hringurinn er frábært félag. Ég er mjög stolt af því að fá að taka þátt í starfseminni og málefnið er alltaf frábært. Það gefur manni svo mikið að geta hjálpað til á þennan hátt,“ segir Hrefna Sætran matreiðslumeistari og Hringskona. Hringurinn er kvenfélag, sem var stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. „Jólaballið er ein okkar stærsta fjáröflun og það þarf margar hendur og hausa til að halda svona stórt ball. Það þarf að baka, safna vinningum fyrir eitt flottasta happadrætti ársins, fá skemmtikrafta til að halda uppi fjörinu og svo margt fleira,“ segir Hrefna. „Við erum allt árið að undirbúa þetta jólaball og er það ein glæsilegasta fjölskylduskemmtun ársins,“ bætir hún við, en í félaginu eru nú 335 konur á öllum aldri. „Það eru margar eldri konur í hringnum sem hafa verið í fleiri tugi ára og þær baka alltaf sömu góðu kökurnar. Ekkert svona stevíuspelt og hráfæði heldur alvöru kökur. Ég sjálf geri svona jólaðar „rice krispís“ kökur, uppskrift sem ég fann upp sjálf. Mér finnst þær æðislega góðar og eru þær orðnar partur af mínum jólaundirbúningi. Það er hægt að pressa þær í mót, kæla þær og svo skera þær í kubba. Það er sniðugt að skera þær í litla kubba og bera fram sem konfekt með kaffinu. Þær eru ávanabindandi þessar kökur,“ heldur Hrefna áfram. Þessar kökur og fleiri sortir er hægt að fá á Jólakaffi Hringsins sem haldið verður 1. desember næstkomandi á Broadway klukkan 13.00. Allir sem taka þátt gefa framlag sitt og ágóðinn rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Jólaðar Rice Krispís kökur eftir uppskrift Hrefnu Sætran: 200 g súkkulaði 8 msk sýróp 100 g ósalt smjör 1 msk kanill 1 tsk negull 1 stk vanillustöng (má nota korn eða dropa ef þú átt ekki stöng) Rice krispís morgunkorn Setjið súkkulaðið í skál og bræðið í vatnsbaði. Skerið smjörið í litla kubba og bætið út í ásamt sýrópinu. Bætið einnig kryddunum út í á þessu stigi. Leyfið öllu að bráðna vel saman. Gott er að hafa löginn frekar heitan því þannig dreifist hann betur á rice krispísið. Setjið rice krispís út í skálina og blandið vel saman. Þetta er dálítið smekksatriði en ef þú vilt hafa kökurnar með miklu gummsi þá seturu minna rice krispís en meira ef þú vilt hafa þær í þurrari kantinum. Svo skellirðu öllu í mót og pressar vel niður með höndunum eða spaða. Lætur kólna inní ísskáp og skerð svo í bita við hæfi. Meira gumms og minni bitar gæti orðið fyrirtaks jólakonfekt! Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
„Hringurinn er frábært félag. Ég er mjög stolt af því að fá að taka þátt í starfseminni og málefnið er alltaf frábært. Það gefur manni svo mikið að geta hjálpað til á þennan hátt,“ segir Hrefna Sætran matreiðslumeistari og Hringskona. Hringurinn er kvenfélag, sem var stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. „Jólaballið er ein okkar stærsta fjáröflun og það þarf margar hendur og hausa til að halda svona stórt ball. Það þarf að baka, safna vinningum fyrir eitt flottasta happadrætti ársins, fá skemmtikrafta til að halda uppi fjörinu og svo margt fleira,“ segir Hrefna. „Við erum allt árið að undirbúa þetta jólaball og er það ein glæsilegasta fjölskylduskemmtun ársins,“ bætir hún við, en í félaginu eru nú 335 konur á öllum aldri. „Það eru margar eldri konur í hringnum sem hafa verið í fleiri tugi ára og þær baka alltaf sömu góðu kökurnar. Ekkert svona stevíuspelt og hráfæði heldur alvöru kökur. Ég sjálf geri svona jólaðar „rice krispís“ kökur, uppskrift sem ég fann upp sjálf. Mér finnst þær æðislega góðar og eru þær orðnar partur af mínum jólaundirbúningi. Það er hægt að pressa þær í mót, kæla þær og svo skera þær í kubba. Það er sniðugt að skera þær í litla kubba og bera fram sem konfekt með kaffinu. Þær eru ávanabindandi þessar kökur,“ heldur Hrefna áfram. Þessar kökur og fleiri sortir er hægt að fá á Jólakaffi Hringsins sem haldið verður 1. desember næstkomandi á Broadway klukkan 13.00. Allir sem taka þátt gefa framlag sitt og ágóðinn rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Jólaðar Rice Krispís kökur eftir uppskrift Hrefnu Sætran: 200 g súkkulaði 8 msk sýróp 100 g ósalt smjör 1 msk kanill 1 tsk negull 1 stk vanillustöng (má nota korn eða dropa ef þú átt ekki stöng) Rice krispís morgunkorn Setjið súkkulaðið í skál og bræðið í vatnsbaði. Skerið smjörið í litla kubba og bætið út í ásamt sýrópinu. Bætið einnig kryddunum út í á þessu stigi. Leyfið öllu að bráðna vel saman. Gott er að hafa löginn frekar heitan því þannig dreifist hann betur á rice krispísið. Setjið rice krispís út í skálina og blandið vel saman. Þetta er dálítið smekksatriði en ef þú vilt hafa kökurnar með miklu gummsi þá seturu minna rice krispís en meira ef þú vilt hafa þær í þurrari kantinum. Svo skellirðu öllu í mót og pressar vel niður með höndunum eða spaða. Lætur kólna inní ísskáp og skerð svo í bita við hæfi. Meira gumms og minni bitar gæti orðið fyrirtaks jólakonfekt!
Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira