Whovians keyptu upp miða á tveimur tímum Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. nóvember 2013 09:00 Gunnella Þorgeirsdóttir, þjóðfræðingur, er mikill aðdáandi Dr. Who þáttanna og hyggst mæta í búning í Bíó Paradís í kvöld. Hún segir mikla leynd ríkja yfir efni þáttarins. Aðsend MYND/Elena Þorbjörg Bjarnadóttir „Þetta er fimmtíu ára sýningarafmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís heldur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22:30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýning kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afa fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafnframt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var endurglædd 2006 og flestir af nýja skólanum, eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminningum Breta sé að fela sig bakvið sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendur sem kalla sig whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fundið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þættinum nú þegar en það ríkir mikil leynd yfir efni þáttarins og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þættinum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum daglega fram til mánaðarmóta. Einnig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. Stiklu úr þættinum er hægt að sjá hér að neðan. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Þetta er fimmtíu ára sýningarafmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís heldur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22:30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýning kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afa fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafnframt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var endurglædd 2006 og flestir af nýja skólanum, eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminningum Breta sé að fela sig bakvið sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendur sem kalla sig whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fundið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þættinum nú þegar en það ríkir mikil leynd yfir efni þáttarins og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þættinum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum daglega fram til mánaðarmóta. Einnig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. Stiklu úr þættinum er hægt að sjá hér að neðan.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira