Þýskar kanilstjörnur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2013 17:00 Bjarnheiður er stærðfræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Mynd/Stefán Þýskar kanilstjörnur, eða Zimtsterne, eru hluti af órjúfanlegri hefð á þýskri aðventu. Stærðfræðikennarinn Bjarnheiður Kristinsdóttir lærði að galdra þær fram meðfram námi í stærðfræðijarðvísindum við háskólann í Freiberg í Þýskalandi. „Það eru til margar mismunandi uppskriftir að kanilstjörnum en þessi er langsamlega auðveldust, fljótlegust og best,“ segir Bjarnheiður sem naut smákökukennslu, vináttu og gestrisni þýskra samnemenda sinna þegar hún var eini útlendi nemandinn við stærðfræðideild háskólans í Freiberg. „Í Þýskalandi er aðventan mjög notalegur tími. Þar eru próf ekki haldin fyrr en í janúar og febrúar og fólk leggur sig fram um að njóta aðventunnar saman. Bakað er sérstaklega fyrir kósí stundir á aðventunni og ekki ætlast til að á jólunum séu til fullir dunkar af smákökum,“ útskýrir Bjarnheiður. Hún segir fjölskyldur og vini baka saman og að helstu smákökuuppskriftir séu Zimtsterne (kanilstjörnur), Vanillekipferl (vanilluhálfmánar), Schwarz Weiß Gebäck (skákkökur) og Lebkuchen. „Í hádeginu á aðventunni fara vinir saman á jólamarkaðinn til að fá sér snarl eða Glühwein í lok dags, sem er þýskt jólaglögg og yljar vel í kuldanum og við leit að jólagjöfum. Maður fer þó aðallega til að borða og drekka því á jólamarkaðnum er yfirleitt meira um mat en jólagjafir,“ segir Bjarnheiður sem gerði sér glaðan dag með ýmsu móti þegar hún bjó í Freiberg og síðar Berlín. „Algengt er að vinir hittist yfir Feuerzangenbowle sem er sérstakt jólaglögg með logandi sykri og skiptist á „draslgjöfum“ sem kallast Schrottwichteln á þýsku. Þá pakka allir fallega inn einhverju sem þeim hefur verið gefið í gegnum tíðina en ekki hugnast vel. Síðan er dregið úr númerum eða einhver skipaður í hlutverk við að dreifa pökkunum þannig að enginn fái sinn eigin pakka og fylgst með þegar hver og einn opnar. Stundum er höfð sú regla að sá sem opnar eigi að giska á hver gefandinn hafi verið. Oft er mikill metnaður í að finna eitthvað fyndið eða hallærislegt að mati gefandans til að setja í pakkann en reglan er sú að ekki megi kaupa innihaldið heldur nota eitthvað sem til er heima við. Oft reynist gjöfin hinn mesti happafengur fyrir viðtakandann og allir verða glaðir!“ segir Bjarnheiður og hlær.Lostætar þýskar kanilstjörnur með hvítum glassúr.mynd/stefánKanilstjörnur 500 g malaðar möndlur (möndlumjöl) 300 g flórsykur 2 tsk. kanill 2 eggjahvítur 2 msk. möndlulíkjör (til dæmis Amaretto)Hvítur glassúr 1 eggjahvíta 125 g flórsykurSetjið möndlumjöl, flórsykur og kanil í stóra skál og hrærið saman með sleif. Bætið við möndlulíkjör og tveimur eggjahvítum. Hrærið vel með sleif og ekki örvænta þótt deigið virðist mjög þurrt. Hnoðið svo „mulningnum“ saman með höndunum þannig að úr verði þéttur massi. Dreifið flórsykri á borðið, takið bút af deiginu og fletjið út svo það verði á bilinu 0,5 til 1 cm þykkt. Skerið út stjörnur og setjið á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Stífþeytið eggjahvítu í lítilli skál fyrir glassúrinn og haldið áfram að þeyta þegar flórsykri er bætt við smátt og smátt. Penslið stjörnurnar með vænu lagi af glassúr (já, áður en þær fara í ofninn!). Bakið við 150°C (mikilvægt að ofninn sé orðinn heitur) í neðstu rim í 10-15 mínútur (10 mín. ef þær eru um hálfur cm en 15 mín. ef þær eru 1 cm). Kökurnar eru linar þegar þær koma úr ofninum, en samt skal ekki baka þær lengur (þá verða þær harðar). Látið kólna á grind, bjóðið gestum og gangandi og geymið í smákökuboxi.Ef bakaðar eru litlar stjörnur (3 cm í þvermál) fást um 160 kökur úr deiginu. Ef bakaðar eru stórar stjörnur (5 cm í þvermál) fást um 90 kökur úr deiginu.Þeir sem vilja kökurnar án áfengis geta skipt út líkjör fyrir sítrónusafa og möndluolíu. Einnig er hægt að gera kökurnar með möluðum heslihnetum. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Álfadrottning í álögum Jól Meistarakokkur á skjánum Jól Rambaði á góðan fisk Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin
Þýskar kanilstjörnur, eða Zimtsterne, eru hluti af órjúfanlegri hefð á þýskri aðventu. Stærðfræðikennarinn Bjarnheiður Kristinsdóttir lærði að galdra þær fram meðfram námi í stærðfræðijarðvísindum við háskólann í Freiberg í Þýskalandi. „Það eru til margar mismunandi uppskriftir að kanilstjörnum en þessi er langsamlega auðveldust, fljótlegust og best,“ segir Bjarnheiður sem naut smákökukennslu, vináttu og gestrisni þýskra samnemenda sinna þegar hún var eini útlendi nemandinn við stærðfræðideild háskólans í Freiberg. „Í Þýskalandi er aðventan mjög notalegur tími. Þar eru próf ekki haldin fyrr en í janúar og febrúar og fólk leggur sig fram um að njóta aðventunnar saman. Bakað er sérstaklega fyrir kósí stundir á aðventunni og ekki ætlast til að á jólunum séu til fullir dunkar af smákökum,“ útskýrir Bjarnheiður. Hún segir fjölskyldur og vini baka saman og að helstu smákökuuppskriftir séu Zimtsterne (kanilstjörnur), Vanillekipferl (vanilluhálfmánar), Schwarz Weiß Gebäck (skákkökur) og Lebkuchen. „Í hádeginu á aðventunni fara vinir saman á jólamarkaðinn til að fá sér snarl eða Glühwein í lok dags, sem er þýskt jólaglögg og yljar vel í kuldanum og við leit að jólagjöfum. Maður fer þó aðallega til að borða og drekka því á jólamarkaðnum er yfirleitt meira um mat en jólagjafir,“ segir Bjarnheiður sem gerði sér glaðan dag með ýmsu móti þegar hún bjó í Freiberg og síðar Berlín. „Algengt er að vinir hittist yfir Feuerzangenbowle sem er sérstakt jólaglögg með logandi sykri og skiptist á „draslgjöfum“ sem kallast Schrottwichteln á þýsku. Þá pakka allir fallega inn einhverju sem þeim hefur verið gefið í gegnum tíðina en ekki hugnast vel. Síðan er dregið úr númerum eða einhver skipaður í hlutverk við að dreifa pökkunum þannig að enginn fái sinn eigin pakka og fylgst með þegar hver og einn opnar. Stundum er höfð sú regla að sá sem opnar eigi að giska á hver gefandinn hafi verið. Oft er mikill metnaður í að finna eitthvað fyndið eða hallærislegt að mati gefandans til að setja í pakkann en reglan er sú að ekki megi kaupa innihaldið heldur nota eitthvað sem til er heima við. Oft reynist gjöfin hinn mesti happafengur fyrir viðtakandann og allir verða glaðir!“ segir Bjarnheiður og hlær.Lostætar þýskar kanilstjörnur með hvítum glassúr.mynd/stefánKanilstjörnur 500 g malaðar möndlur (möndlumjöl) 300 g flórsykur 2 tsk. kanill 2 eggjahvítur 2 msk. möndlulíkjör (til dæmis Amaretto)Hvítur glassúr 1 eggjahvíta 125 g flórsykurSetjið möndlumjöl, flórsykur og kanil í stóra skál og hrærið saman með sleif. Bætið við möndlulíkjör og tveimur eggjahvítum. Hrærið vel með sleif og ekki örvænta þótt deigið virðist mjög þurrt. Hnoðið svo „mulningnum“ saman með höndunum þannig að úr verði þéttur massi. Dreifið flórsykri á borðið, takið bút af deiginu og fletjið út svo það verði á bilinu 0,5 til 1 cm þykkt. Skerið út stjörnur og setjið á bökunarpappírsklædda bökunarplötu. Stífþeytið eggjahvítu í lítilli skál fyrir glassúrinn og haldið áfram að þeyta þegar flórsykri er bætt við smátt og smátt. Penslið stjörnurnar með vænu lagi af glassúr (já, áður en þær fara í ofninn!). Bakið við 150°C (mikilvægt að ofninn sé orðinn heitur) í neðstu rim í 10-15 mínútur (10 mín. ef þær eru um hálfur cm en 15 mín. ef þær eru 1 cm). Kökurnar eru linar þegar þær koma úr ofninum, en samt skal ekki baka þær lengur (þá verða þær harðar). Látið kólna á grind, bjóðið gestum og gangandi og geymið í smákökuboxi.Ef bakaðar eru litlar stjörnur (3 cm í þvermál) fást um 160 kökur úr deiginu. Ef bakaðar eru stórar stjörnur (5 cm í þvermál) fást um 90 kökur úr deiginu.Þeir sem vilja kökurnar án áfengis geta skipt út líkjör fyrir sítrónusafa og möndluolíu. Einnig er hægt að gera kökurnar með möluðum heslihnetum.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Álfadrottning í álögum Jól Meistarakokkur á skjánum Jól Rambaði á góðan fisk Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin