Ferskur kókosdesert Sólveig Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Soffía Guðrún. Mynd/Daníel Soffía Guðrún Gísladóttir myndlistarmaður hefur eytt jólum víðsvegar um heiminn og kynnst fjölbreyttri jólamenningu. Hún hefur óbilandi áhuga á mat og gefur hér góða uppskrift að eftirrétti. Ég spái mikið í allt sem tengist mat,“ segir Soffía sem hefur skrifað um mat í fimm ár á matarblogginu sínu Húsinu við sjóinn. Á síðunni er að finna ógrynni girnilegra uppskrifta. „Mér finnst jólin mjög skemmtilegur tími þó ég sé ekki mjög fastheldin á hefðir. Ég hef eytt jólum víðsvegar um heiminn og finnst gaman að kynnast annarri jólamenningu en okkar,“ lýsir Soffía. Eftir að hún eignaðist börnin sín tvö hefur hún þó reynt að búa til einhverjar jólahefðir. „Við höfum það fyrir venju að saga sjálf jólatré í Hvalfirði í nágrenni við húsið sem við erum að byggja.“ Kókoseftirréttinn, sem Soffía gefur uppskrift að, smakkaði hún fyrst í matarboði hjá bændunum á Hálsi í Kjós. „Mér fannst þetta með betri eftirréttum sem ég hef fengið,“ segir Soffía, en tekur fram að rétturinn sé mjög sparilegur þótt hann sé einnig mjög ferskur.Kókosdesertinn er ferskur og góður.Mynd/DaníelKókosdesert með ferskum hindberjum 400 ml kókosmjólk í dós 30 g kókosmjöl 120 g sykur 3 matarlímsblöð (gelatín) 400 ml rjómi 2 msk. ferskur sítrónusafi 10 g vanillusykur (eða 1 tsk. vanilludropar) Setjið kókosmjólk, kókosmjöl, sykur, vanillusykur og sítrónusafa í pott og hitið að suðu. Takið pott af hellu og látið standa í 5 mín. Setjið kókosmjólkurblönduna í skál og bætið gelatíni við og hrærið það vel saman við, látið kólna í 40 mín. Þeytið rjómann og blandið honum saman við herlegheitin. Kælið í ísskáp í a.m.k. tvær klukkustundir. Berið fram með rifsberjasósu eða einhverri góðri berjasultu. Svo má skreyta með rifnu góðu súkkulaði og ferskum berjum, t.d hindberjum.Skógarberjasulta 2,4 dl blönduð ber (frosin) ég notaði berjablöndu; jarðarber, hindber, bláber o.fl. 1 dl sykur ½ dl vatn Allt sett í pott og leyfið suðu að koma upp. Látið malla við meðalhita í 10 mín. Setjið sultuna í skál og leyfið henni að kólna. Ef þið viljið hana maukaða þá skellið þið henni í blandara (eða maukið með töfrasprota). Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Mömmu Hamborgarhryggur Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Sálmur 568 - Með gleðiraust og helgum hljóm Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Mömmukökur bestar Jólin Ekki gleyma að drekka vatn Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól
Soffía Guðrún Gísladóttir myndlistarmaður hefur eytt jólum víðsvegar um heiminn og kynnst fjölbreyttri jólamenningu. Hún hefur óbilandi áhuga á mat og gefur hér góða uppskrift að eftirrétti. Ég spái mikið í allt sem tengist mat,“ segir Soffía sem hefur skrifað um mat í fimm ár á matarblogginu sínu Húsinu við sjóinn. Á síðunni er að finna ógrynni girnilegra uppskrifta. „Mér finnst jólin mjög skemmtilegur tími þó ég sé ekki mjög fastheldin á hefðir. Ég hef eytt jólum víðsvegar um heiminn og finnst gaman að kynnast annarri jólamenningu en okkar,“ lýsir Soffía. Eftir að hún eignaðist börnin sín tvö hefur hún þó reynt að búa til einhverjar jólahefðir. „Við höfum það fyrir venju að saga sjálf jólatré í Hvalfirði í nágrenni við húsið sem við erum að byggja.“ Kókoseftirréttinn, sem Soffía gefur uppskrift að, smakkaði hún fyrst í matarboði hjá bændunum á Hálsi í Kjós. „Mér fannst þetta með betri eftirréttum sem ég hef fengið,“ segir Soffía, en tekur fram að rétturinn sé mjög sparilegur þótt hann sé einnig mjög ferskur.Kókosdesertinn er ferskur og góður.Mynd/DaníelKókosdesert með ferskum hindberjum 400 ml kókosmjólk í dós 30 g kókosmjöl 120 g sykur 3 matarlímsblöð (gelatín) 400 ml rjómi 2 msk. ferskur sítrónusafi 10 g vanillusykur (eða 1 tsk. vanilludropar) Setjið kókosmjólk, kókosmjöl, sykur, vanillusykur og sítrónusafa í pott og hitið að suðu. Takið pott af hellu og látið standa í 5 mín. Setjið kókosmjólkurblönduna í skál og bætið gelatíni við og hrærið það vel saman við, látið kólna í 40 mín. Þeytið rjómann og blandið honum saman við herlegheitin. Kælið í ísskáp í a.m.k. tvær klukkustundir. Berið fram með rifsberjasósu eða einhverri góðri berjasultu. Svo má skreyta með rifnu góðu súkkulaði og ferskum berjum, t.d hindberjum.Skógarberjasulta 2,4 dl blönduð ber (frosin) ég notaði berjablöndu; jarðarber, hindber, bláber o.fl. 1 dl sykur ½ dl vatn Allt sett í pott og leyfið suðu að koma upp. Látið malla við meðalhita í 10 mín. Setjið sultuna í skál og leyfið henni að kólna. Ef þið viljið hana maukaða þá skellið þið henni í blandara (eða maukið með töfrasprota).
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Mömmu Hamborgarhryggur Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Sálmur 568 - Með gleðiraust og helgum hljóm Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Mömmukökur bestar Jólin Ekki gleyma að drekka vatn Jól Jólastyrkjum úthlutað Jól