Óbætanlegur harmur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 10:00 Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga eftir Sigrúnu Pálsdóttur Bækur: Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga Sigrún Pálsdóttir JPV-útgáfa Saga þeirra Sigrúnar Briem og Friðgeirs Ólasonar lækna er saga bjartsýni, ástar, gleði og óþrotlegrar þrautseigju og nöturleg örlög þeirra því enn átakanlegri en ella. Þetta unga, gáfaða, baráttuglaða fólk fórst ásamt þremur börnum sínum þegar Goðafossi var sökkt rétt utan landsteinanna 10. nóvember 1944, óskiljanleg og grimm örlög. Í bók sinni Sigrún og Friðgeir segir sagnfræðingurinn Sigrún Pálsdóttir sögu þeirra frá æsku til dauðadags á ákaflega lifandi og sannfærandi hátt allt þar til þau hverfa í hafið og það er varla þurr hvarmur á nokkrum lesanda að lestri loknum. Sigrún Pálsdóttir er sagnfræðingur og tekur sér engin skáldaleyfi, rekur söguna eingöngu út frá skráðum heimildum og stundum saknar lesandinn þess að fá ekki nánari lýsingar á því hvað ungu hjónin eru að hugsa og gera, en engu að síður er frásögnin mjög lifandi og þau hjón verða ljóslifandi fyrir augum lesandans sem stendur sig að því að hvetja þau áfram í huganum eins og krakki í þrjúbíói jafnvel þótt hann viti vel að þeim verður ekki langs lífs auðið. Svo sterkum tökum ná persónur þeirra á huga lesandans. Stærsti hluti bókarinnar fjallar um ár þeirra í Bandaríkjunum en þangað halda þau í miðri heimsstyrjöld til að sækja sér frekari menntun í læknisfræðinni. Að íslenskum sið treysta þau á eigin sannfæringarkraft, guð og lukkuna til að komast inn í bandaríska háskóla, en það reynist ekki alveg eins auðvelt og þau höfðu haldið. Tekst þó auðvitað fyrir rest og þegar þau hyggja á heimför er Friðgeir orðinn doktor frá sjálfum Harvard og Sigrún búin með kandídatsár sitt meðfram því að eignast tvö börn, en eitt áttu þau fyrir. Aldarfarslýsingin í bókinni er fantavel unnin og liggur við að maður sjái fyrir sér fátæktarhverfin í Harlem, andi að sér reyknum í djassklúbbunum og finni lyktina á rottufylltum rannsóknarstofum. Kannast auðvitað við þetta allt úr svarthvítum bíómyndum fortíðarinnar en hér er aukið við þá mynd sem þar birtist og stríðsáraandinn í Bandaríkjunum skilar sér vel. Aðrar persónur en þau hjón eru lausari dráttum dregnar og erfitt að tengjast þeim, enda eru þær aðeins statistar á leiksviði læknanna tveggja sem bæði eru svo stórar og hrífandi persónur að lesandinn hefur engan áhuga á því að líta af þeim eitt augnablik til að kynnast fólkinu í kringum þau. Sigrún er listagóður penni og þrátt fyrir að fylgja ströngum vinnureglum sagnfræðinnar tekst henni að skapa sögu sem tekur flestum skáldsögum fram hvað varðar áhugaverðar persónur og spennandi framvindu. Lokakaflinn sem lýsir þeim fimm mínútum sem það tekur Goðafoss að sökkva er skrifaður af slíkri tilfinningu og innsæi að hárin bókstaflega rísa á höfði lesanda og tárin trilla. Gjörsamlega mögnuð upplifun.Niðurstaða: Fantavel skrifuð og áhugaverð saga hjóna sem hlutu grimm örlög. Magnaðri lesning en flestar skáldsögur. Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga Sigrún Pálsdóttir JPV-útgáfa Saga þeirra Sigrúnar Briem og Friðgeirs Ólasonar lækna er saga bjartsýni, ástar, gleði og óþrotlegrar þrautseigju og nöturleg örlög þeirra því enn átakanlegri en ella. Þetta unga, gáfaða, baráttuglaða fólk fórst ásamt þremur börnum sínum þegar Goðafossi var sökkt rétt utan landsteinanna 10. nóvember 1944, óskiljanleg og grimm örlög. Í bók sinni Sigrún og Friðgeir segir sagnfræðingurinn Sigrún Pálsdóttir sögu þeirra frá æsku til dauðadags á ákaflega lifandi og sannfærandi hátt allt þar til þau hverfa í hafið og það er varla þurr hvarmur á nokkrum lesanda að lestri loknum. Sigrún Pálsdóttir er sagnfræðingur og tekur sér engin skáldaleyfi, rekur söguna eingöngu út frá skráðum heimildum og stundum saknar lesandinn þess að fá ekki nánari lýsingar á því hvað ungu hjónin eru að hugsa og gera, en engu að síður er frásögnin mjög lifandi og þau hjón verða ljóslifandi fyrir augum lesandans sem stendur sig að því að hvetja þau áfram í huganum eins og krakki í þrjúbíói jafnvel þótt hann viti vel að þeim verður ekki langs lífs auðið. Svo sterkum tökum ná persónur þeirra á huga lesandans. Stærsti hluti bókarinnar fjallar um ár þeirra í Bandaríkjunum en þangað halda þau í miðri heimsstyrjöld til að sækja sér frekari menntun í læknisfræðinni. Að íslenskum sið treysta þau á eigin sannfæringarkraft, guð og lukkuna til að komast inn í bandaríska háskóla, en það reynist ekki alveg eins auðvelt og þau höfðu haldið. Tekst þó auðvitað fyrir rest og þegar þau hyggja á heimför er Friðgeir orðinn doktor frá sjálfum Harvard og Sigrún búin með kandídatsár sitt meðfram því að eignast tvö börn, en eitt áttu þau fyrir. Aldarfarslýsingin í bókinni er fantavel unnin og liggur við að maður sjái fyrir sér fátæktarhverfin í Harlem, andi að sér reyknum í djassklúbbunum og finni lyktina á rottufylltum rannsóknarstofum. Kannast auðvitað við þetta allt úr svarthvítum bíómyndum fortíðarinnar en hér er aukið við þá mynd sem þar birtist og stríðsáraandinn í Bandaríkjunum skilar sér vel. Aðrar persónur en þau hjón eru lausari dráttum dregnar og erfitt að tengjast þeim, enda eru þær aðeins statistar á leiksviði læknanna tveggja sem bæði eru svo stórar og hrífandi persónur að lesandinn hefur engan áhuga á því að líta af þeim eitt augnablik til að kynnast fólkinu í kringum þau. Sigrún er listagóður penni og þrátt fyrir að fylgja ströngum vinnureglum sagnfræðinnar tekst henni að skapa sögu sem tekur flestum skáldsögum fram hvað varðar áhugaverðar persónur og spennandi framvindu. Lokakaflinn sem lýsir þeim fimm mínútum sem það tekur Goðafoss að sökkva er skrifaður af slíkri tilfinningu og innsæi að hárin bókstaflega rísa á höfði lesanda og tárin trilla. Gjörsamlega mögnuð upplifun.Niðurstaða: Fantavel skrifuð og áhugaverð saga hjóna sem hlutu grimm örlög. Magnaðri lesning en flestar skáldsögur.
Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira