Vilja gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir 27. nóvember 2013 10:20 Eflum íslenskt tónlistarlíf verður haldin á Hressingarskálanum á fimmtudaginn. Kristján Haraldsson er einn skipuleggjenda. MYND/Úr einkasafni „Við höldum þessa keppni bara af hugsjón,“ segir Kristján Haraldsson, hjá Stúdíó Hljómi, en hann stendur fyrir keppninni Eflum íslenskt tónlistarlíf á fimmtudag klukkan 22.30 á Hressingarskálanum. „Þegar ég var að byrja í músík vissi ég ekkert hvert ég átti að snúa mér – þá voru bara stóru hljóðverin starfrækt og hinn kosturinn var að taka eitthvað upp í bílskúr hjá vini sínum, ef maður var svo heppinn,“ segir Kristján og hlær. Nú, þegar Kristján og félagar hafa aðstöðu til, vilja þeir gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir. „Við viljum gefa þeim færi á að hafa gæði í upptökum og komast að í hljóðveri,“ útskýrir Kristján, en hann hefur starfrækt Stúdíó Hljóm frá árinu 2010. Eflum íslenskt tónlistarlíf hefur gjarnan verið kölluð Míní-Músíktilraunir. „Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa keppni er að áhorfendur velja hljómsveitina sem sigrar. Lýðræðislegar kosningar skera úr um hver vinnur,“ segir Kristján léttur í bragði. „Þegar fólk fer og kaupir sér drykk, hvort sem það er kaffi, kók eða bjór, þá fær það líka kosningamiða til að fylla út,“ segir hann. Að þessu sinni taka fjórar hljómsveitir þátt, en þær eru Texas Muffin, HEK, Þausk og Postulín. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við höldum þessa keppni bara af hugsjón,“ segir Kristján Haraldsson, hjá Stúdíó Hljómi, en hann stendur fyrir keppninni Eflum íslenskt tónlistarlíf á fimmtudag klukkan 22.30 á Hressingarskálanum. „Þegar ég var að byrja í músík vissi ég ekkert hvert ég átti að snúa mér – þá voru bara stóru hljóðverin starfrækt og hinn kosturinn var að taka eitthvað upp í bílskúr hjá vini sínum, ef maður var svo heppinn,“ segir Kristján og hlær. Nú, þegar Kristján og félagar hafa aðstöðu til, vilja þeir gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir. „Við viljum gefa þeim færi á að hafa gæði í upptökum og komast að í hljóðveri,“ útskýrir Kristján, en hann hefur starfrækt Stúdíó Hljóm frá árinu 2010. Eflum íslenskt tónlistarlíf hefur gjarnan verið kölluð Míní-Músíktilraunir. „Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa keppni er að áhorfendur velja hljómsveitina sem sigrar. Lýðræðislegar kosningar skera úr um hver vinnur,“ segir Kristján léttur í bragði. „Þegar fólk fer og kaupir sér drykk, hvort sem það er kaffi, kók eða bjór, þá fær það líka kosningamiða til að fylla út,“ segir hann. Að þessu sinni taka fjórar hljómsveitir þátt, en þær eru Texas Muffin, HEK, Þausk og Postulín.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira