Orðljótum notendum refsað Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Fyrstu Xbox One vélarnar í Bandaríkjunum voru afhentar á útgáfuhátíð í New York síðasta föstudag. Fréttablaðið/AP Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila. Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila.
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira