Dökk og ágeng mynd sem snertir við áhorfendum Símon Birgisson skrifar 28. nóvember 2013 11:04 Hunger Games 2: Catching Fire. Leikstjóri: Francis LawrenceLeikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Donald Sutherland, Woody Harrelson. Fyrsta myndin í þríleiknum um Hungurleikana sló rækilega í gegn og gerði Jennifer Lawrence að stórstjörnu. Nú er framhaldið komið í bíó og veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum. Hungurleikarnir 2 er dökk og ágeng og snertir við áhorfendum. Myndin hefst um ári eftir að þeirri fyrri lýkur. Það er ólga í umdæmunum tólf þar sem almenningur lifir í fátækt ólíkt hinum ofurríku í höfuðborginni Kapítól. Vísanirnar í Rómaveldi eru margar, gestir í veislu forsetans drekka kokteila sem fá þá til að kasta upp til að þeir geti borðað meira meðan almenningur sveltur. Og Hungurleikarnir eru ópíum fólksins – brauð og leikar þar sem aðeins einn stendur eftir á lífi. Katniss Everdeen og Peeta Mellark þurfa aftur að berjast fyrir lífi sínu á leikvelli Hungurleikanna, nú á sérstökum hátíðarleikum, en það er meira undir – byltingin bíður handan hornsins, hinn raunverulegi óvinur er ríkið sjálft. Það var til marks um áhrifamátt myndarinnar að áhorfendur í fullum sal í Háskólabíói um helgina klöppuðu undir lok hennar. Þrátt fyrir að vera ævintýramynd, vísindaskáldsaga, hefur myndin alvarlegan undirtón. Hér er enginn Hollywood-afsláttur. Atriði þar sem gamall maður er tekinn af lífi á torgi af stormsveitum Snows forseta í upphafi myndarinnar slær tóninn. Jennifer Lawrence fer aftur á kostum sem Katniss. Woody Harrelson stelur senunni eins og hann er vanur. Og Donald Sutherland í hlutverki Snows er réttur maður á réttum stað. Hungurleikarnir 2 gæti komist á lista með flottustu vísindaskáldsögum allra tíma. Myndin er stórkostleg blanda af Star Wars, Battle Royal og American Idol. Hún er kröftug ádeila á misskiptingu, vald, kapítalismann og eftirlitssamfélagið. En fyrst og fremst frábær skemmtun, rússíbanareið frá upphafi til enda.Símon BirgissonNiðurstaða: Það besta sem hefur komið frá Hollywood í langan tíma. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hunger Games 2: Catching Fire. Leikstjóri: Francis LawrenceLeikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Donald Sutherland, Woody Harrelson. Fyrsta myndin í þríleiknum um Hungurleikana sló rækilega í gegn og gerði Jennifer Lawrence að stórstjörnu. Nú er framhaldið komið í bíó og veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum. Hungurleikarnir 2 er dökk og ágeng og snertir við áhorfendum. Myndin hefst um ári eftir að þeirri fyrri lýkur. Það er ólga í umdæmunum tólf þar sem almenningur lifir í fátækt ólíkt hinum ofurríku í höfuðborginni Kapítól. Vísanirnar í Rómaveldi eru margar, gestir í veislu forsetans drekka kokteila sem fá þá til að kasta upp til að þeir geti borðað meira meðan almenningur sveltur. Og Hungurleikarnir eru ópíum fólksins – brauð og leikar þar sem aðeins einn stendur eftir á lífi. Katniss Everdeen og Peeta Mellark þurfa aftur að berjast fyrir lífi sínu á leikvelli Hungurleikanna, nú á sérstökum hátíðarleikum, en það er meira undir – byltingin bíður handan hornsins, hinn raunverulegi óvinur er ríkið sjálft. Það var til marks um áhrifamátt myndarinnar að áhorfendur í fullum sal í Háskólabíói um helgina klöppuðu undir lok hennar. Þrátt fyrir að vera ævintýramynd, vísindaskáldsaga, hefur myndin alvarlegan undirtón. Hér er enginn Hollywood-afsláttur. Atriði þar sem gamall maður er tekinn af lífi á torgi af stormsveitum Snows forseta í upphafi myndarinnar slær tóninn. Jennifer Lawrence fer aftur á kostum sem Katniss. Woody Harrelson stelur senunni eins og hann er vanur. Og Donald Sutherland í hlutverki Snows er réttur maður á réttum stað. Hungurleikarnir 2 gæti komist á lista með flottustu vísindaskáldsögum allra tíma. Myndin er stórkostleg blanda af Star Wars, Battle Royal og American Idol. Hún er kröftug ádeila á misskiptingu, vald, kapítalismann og eftirlitssamfélagið. En fyrst og fremst frábær skemmtun, rússíbanareið frá upphafi til enda.Símon BirgissonNiðurstaða: Það besta sem hefur komið frá Hollywood í langan tíma.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein