Kæra Miley Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Hættu nú alveg. Ég er engin tepra en þessi tunga drepur mig! NORDICPHOTOS/GETTY Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu – sjálfa Miley Cyrus. Mér finnst leiðinlegt að hata fólk þannig að ég gaf henni séns. Reyndi að sjá í gegnum allt „twerkið“, magabolina og skrílslætin. Þarna væri bara lítil stúlka sem væri að öskra á athygli. Ég skildi líka ekki almennilega hvaðan þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég horfði á heimildarmyndina Miley: The Movement, þar sem söngkonan hleypti kvikmyndagerðarmönnum inn í líf sitt og dró ekkert undan. Þar birtist mér allt önnur Miley. Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía sem varla er byrjuð á blæðingum en heldur samt að hún stjórni heiminum. Pía sem mætir fárveik á hljómsveitaræfingu í magabol. Hóstar úr sér lungunum en tekur ekki í mál að splæsa í rúllukraga. Guð hjálpi okkur frá því hylja líkama okkar! Pía sem kastar sér í gólfið eins og lítill krakki ef hún fær ekki það sem hún vill.Samt fattaði ég ekki þetta stjórnlausa hatur mitt alveg strax. Fannst hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi? Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley. Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass. Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og manneskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn fær ekki að njóta þess sem þú átt inni – því það er nefnilega helvítis hellingur! Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu – sjálfa Miley Cyrus. Mér finnst leiðinlegt að hata fólk þannig að ég gaf henni séns. Reyndi að sjá í gegnum allt „twerkið“, magabolina og skrílslætin. Þarna væri bara lítil stúlka sem væri að öskra á athygli. Ég skildi líka ekki almennilega hvaðan þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég horfði á heimildarmyndina Miley: The Movement, þar sem söngkonan hleypti kvikmyndagerðarmönnum inn í líf sitt og dró ekkert undan. Þar birtist mér allt önnur Miley. Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía sem varla er byrjuð á blæðingum en heldur samt að hún stjórni heiminum. Pía sem mætir fárveik á hljómsveitaræfingu í magabol. Hóstar úr sér lungunum en tekur ekki í mál að splæsa í rúllukraga. Guð hjálpi okkur frá því hylja líkama okkar! Pía sem kastar sér í gólfið eins og lítill krakki ef hún fær ekki það sem hún vill.Samt fattaði ég ekki þetta stjórnlausa hatur mitt alveg strax. Fannst hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi? Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley. Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass. Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og manneskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn fær ekki að njóta þess sem þú átt inni – því það er nefnilega helvítis hellingur!
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira