Branson tekur á móti Bitcoin Freyr Bjarnason skrifar 28. nóvember 2013 07:00 Auðkýfingurinn segir Bitcoin nýjan og spennandi gjaldmiðil. nordicphotos/afp Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson mun taka við stafræna gjaldmiðlinum Bitcoin frá þeim sem ætla að kaupa ferð út í geiminn í gegnum fyrirtæki hans Virgin Galactic. Í samtali við fréttastofuna NBC sagði hann þetta „nýjan og spennandi gjaldmiðil“ en hann var kynntur til sögunnar árið 2008. Miðinn út í geim kostar 250 þúsund dali, eða um þrjátíu milljónir króna. Branson hefur tilkynnt um að fyrsta farþegaflugið út í geim verði farið á næsta ári. Branson og börnin hans Holly og Sam verða um borð í geimfarinu SpaceShipTwo sem þýtur af stað frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. NBC mun fylgjast með förinni í beinni útsendingu. „Virgin Galactic er himinlifandi með að NBC Universal fari með okkur í þessa fyrstu ferð út í geiminn,“ sagði Branson. „Í þessum fyrsta kafla geimferða viljum við gera geiminn aðgengilegri og fá almenning úti um allan heim til að taka þátt í könnun alheimsins og til að vera hluti af nýjungum í vísindum.“ Sharon Scott, forseti og framkvæmdastjóri Peapock Productions sem er hluti af NBC News, er spennt fyrir beinu útsendingunni. „Þátttaka Sir Richards og barnanna hans í fyrsta farþegafluginu út í geiminn verður einn eftirminnilegasti atburður sjónvarpssögunnar.“ Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson mun taka við stafræna gjaldmiðlinum Bitcoin frá þeim sem ætla að kaupa ferð út í geiminn í gegnum fyrirtæki hans Virgin Galactic. Í samtali við fréttastofuna NBC sagði hann þetta „nýjan og spennandi gjaldmiðil“ en hann var kynntur til sögunnar árið 2008. Miðinn út í geim kostar 250 þúsund dali, eða um þrjátíu milljónir króna. Branson hefur tilkynnt um að fyrsta farþegaflugið út í geim verði farið á næsta ári. Branson og börnin hans Holly og Sam verða um borð í geimfarinu SpaceShipTwo sem þýtur af stað frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. NBC mun fylgjast með förinni í beinni útsendingu. „Virgin Galactic er himinlifandi með að NBC Universal fari með okkur í þessa fyrstu ferð út í geiminn,“ sagði Branson. „Í þessum fyrsta kafla geimferða viljum við gera geiminn aðgengilegri og fá almenning úti um allan heim til að taka þátt í könnun alheimsins og til að vera hluti af nýjungum í vísindum.“ Sharon Scott, forseti og framkvæmdastjóri Peapock Productions sem er hluti af NBC News, er spennt fyrir beinu útsendingunni. „Þátttaka Sir Richards og barnanna hans í fyrsta farþegafluginu út í geiminn verður einn eftirminnilegasti atburður sjónvarpssögunnar.“
Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira