Fjölmargir Íslendingar finna ástina á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 08:00 Amor internetsins. Fréttablaðið/Stefán „Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar markhópur er fólk sem er að leita að ástinni og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður stefnumótasíðunnar makaleit.is. Hann segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna. „Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið um að fólk misnoti vefinn. „Allar myndir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir notendur sem setja inn mynd af sér en langflestir. Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir mikið um fólkið sem skráir sig.“ Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vefurinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga. Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangurinn 490 krónur á mánuði. „Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldrinum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30 til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kostar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnumótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu og þurfa að svara þremur léttum spurningum saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mínútur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar markhópur er fólk sem er að leita að ástinni og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður stefnumótasíðunnar makaleit.is. Hann segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna. „Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið um að fólk misnoti vefinn. „Allar myndir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir notendur sem setja inn mynd af sér en langflestir. Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir mikið um fólkið sem skráir sig.“ Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vefurinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga. Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangurinn 490 krónur á mánuði. „Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldrinum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30 til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kostar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnumótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu og þurfa að svara þremur léttum spurningum saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mínútur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira