Fjölmargir Íslendingar finna ástina á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 08:00 Amor internetsins. Fréttablaðið/Stefán „Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar markhópur er fólk sem er að leita að ástinni og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður stefnumótasíðunnar makaleit.is. Hann segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna. „Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið um að fólk misnoti vefinn. „Allar myndir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir notendur sem setja inn mynd af sér en langflestir. Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir mikið um fólkið sem skráir sig.“ Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vefurinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga. Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangurinn 490 krónur á mánuði. „Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldrinum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30 til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kostar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnumótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu og þurfa að svara þremur léttum spurningum saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mínútur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
„Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar markhópur er fólk sem er að leita að ástinni og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður stefnumótasíðunnar makaleit.is. Hann segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna. „Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið um að fólk misnoti vefinn. „Allar myndir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir notendur sem setja inn mynd af sér en langflestir. Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir mikið um fólkið sem skráir sig.“ Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vefurinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga. Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangurinn 490 krónur á mánuði. „Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldrinum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30 til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kostar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnumótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu og þurfa að svara þremur léttum spurningum saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mínútur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira