Aðilar úti í bæ semji ekki ný frumvörp Freyr Bjarnason skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Ómar segir óeðlilegt að hagsmunaaðilar komi beint að mótun frumvarpa. fréttablaðið/valli Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hafi skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á framfæri. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum samstarfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslenskum stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmunaaðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frumvarp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmunaaðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hafi skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á framfæri. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum samstarfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslenskum stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmunaaðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frumvarp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmunaaðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira