Er það þess virði að hafa klám sem fyrirmynd? VMA-nemar skrifar 2. desember 2013 06:00 Inngangur: Valgerður Dögg Jónsdóttir lífsleiknikennariÍ Verkmenntaskólanum eru allir nýnemar í áfanga sem kallast Lífsleikni. Þar kynnast nemendur t.d. innviðum skólans og starfsháttum, starfsfólki og félagslífi. Lífsleiknihóparnir eru margir og hver þeirra á sinn umsjónarkennara. Nemendur fá einnig tækifæri til að búa sig undir þátttöku í samfélaginu með því að efla enn fremur félagslega færni og siðferðiskennd. Við ræðum m.a. um sjálfsmynd og það sem hefur áhrif á hana og ábyrgð hvers og eins á eigin hugsunum, skoðunum og gjörðum. Í lífsleiknitímum gefst gott tækifæri til að taka fyrir málefni sem eru í deiglu samfélagsins hverju sinni og því fjölluðum við um 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi, sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember ár hvert um allan heim. Í þeirri kennslustund ákváðu nemendur að taka þátt í kyndlagöngu á vegum átaksins 25. nóvember og svo beindust umræðurnar að klámi í nútímasamfélagi og hvort og þá hvaða áhrif það getur haft á sambönd ungs fólks.Það er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að viðra skoðanir sínar og taka þátt í umræðum um öll þau málefni sem samfélagið stendur frammi fyrir hverju sinni. Með umræðum sem þessum verða nemendur okkar virkir þátttakendur. Átak sem þetta kallar eftir skoðunum þeirra og hvetur til beinnar þátttöku í samfélaginu og því fá nemendur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast og með þeim hætti að hafa hugsanlega áhrif á umræðuna sjálfa og mótun samfélagsins.Nemendurnir höfðu ólíkar hugmyndir og því fóru af stað miklar rökræður sem leiddu svo til ákveðinnar niðurstöðu sem allir gátu verið sáttir við. Hér kemur þeirra niðurstaða: Klám gefur ekki rétta mynd af kynlífi eða ástarsambandi. Pizzasendillinn hefur ekki leyfi til að koma inn og stunda kynlíf með þér þegar þú pantar pizzu. Maður er heldur ekki að fara að stunda kynlíf með sömu konu eða sama karli og 500 aðrir hafa verið með rétt á undan. Maður hefur ekki leyfi til að neyða einhvern til að gera eitthvað sem hann ekki vill. Allt klám er sviðsett, þetta eru fantasíur sem ekki gerast í alvöru. Þegar persónur eru í góðu sambandi, þarf að ríkja traust á milli þeirra, þær þurfa að vera hreinskilnar hvor við aðra, tala saman, finna fyrir ástríðu, og ekki skammast sín. Þetta sést ekki í klámi. Þegar maður byrjar í sambandi og veit að hinn aðilinn hefur horft mikið á klám hefur maður áhyggjur af því að maður standist ekki þær kröfur sem gerðar eru í þessum myndum og jafnvel tónlistarmyndböndum. Að maður hafi ekki nógu stór brjóst eða nógu stórt typpi, ekki nógu mjó/r eða vöðvastælt/ur eða kunna ekki allar stellingar sem sýndar eru í þeim. Bæði strákar og stelpur geta haft þessar áhyggjur. Við segjum að hver og einn þurfi að hafa sjálfstraust til að gera það sem hann telur rétt en ekki að herma eftir einhverju öðru sem hann hefur séð, þá getur maður verið í heilbrigðu sambandi. Að tala saman og komast að því hvað báðir aðilar vilja gera saman, það er gott samband.Agnar Geirsson, Ari Þórðarson, Breki Þór Jónsson, Dagrún Líf Valgeirsdóttir, Davíð Gísli Davíðsson, Ewelina Paulina Mozejko, Haukur Örn Halldórsson, Hákon Þór Tímasson, Kristófer Orri Atlason, Pathara Puttharat, Sigurður Andrés Sverrisson, Snorri Guðröðarson, Thelma Björk Sævarsdóttir og Þorri Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Inngangur: Valgerður Dögg Jónsdóttir lífsleiknikennariÍ Verkmenntaskólanum eru allir nýnemar í áfanga sem kallast Lífsleikni. Þar kynnast nemendur t.d. innviðum skólans og starfsháttum, starfsfólki og félagslífi. Lífsleiknihóparnir eru margir og hver þeirra á sinn umsjónarkennara. Nemendur fá einnig tækifæri til að búa sig undir þátttöku í samfélaginu með því að efla enn fremur félagslega færni og siðferðiskennd. Við ræðum m.a. um sjálfsmynd og það sem hefur áhrif á hana og ábyrgð hvers og eins á eigin hugsunum, skoðunum og gjörðum. Í lífsleiknitímum gefst gott tækifæri til að taka fyrir málefni sem eru í deiglu samfélagsins hverju sinni og því fjölluðum við um 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi, sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember ár hvert um allan heim. Í þeirri kennslustund ákváðu nemendur að taka þátt í kyndlagöngu á vegum átaksins 25. nóvember og svo beindust umræðurnar að klámi í nútímasamfélagi og hvort og þá hvaða áhrif það getur haft á sambönd ungs fólks.Það er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að viðra skoðanir sínar og taka þátt í umræðum um öll þau málefni sem samfélagið stendur frammi fyrir hverju sinni. Með umræðum sem þessum verða nemendur okkar virkir þátttakendur. Átak sem þetta kallar eftir skoðunum þeirra og hvetur til beinnar þátttöku í samfélaginu og því fá nemendur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast og með þeim hætti að hafa hugsanlega áhrif á umræðuna sjálfa og mótun samfélagsins.Nemendurnir höfðu ólíkar hugmyndir og því fóru af stað miklar rökræður sem leiddu svo til ákveðinnar niðurstöðu sem allir gátu verið sáttir við. Hér kemur þeirra niðurstaða: Klám gefur ekki rétta mynd af kynlífi eða ástarsambandi. Pizzasendillinn hefur ekki leyfi til að koma inn og stunda kynlíf með þér þegar þú pantar pizzu. Maður er heldur ekki að fara að stunda kynlíf með sömu konu eða sama karli og 500 aðrir hafa verið með rétt á undan. Maður hefur ekki leyfi til að neyða einhvern til að gera eitthvað sem hann ekki vill. Allt klám er sviðsett, þetta eru fantasíur sem ekki gerast í alvöru. Þegar persónur eru í góðu sambandi, þarf að ríkja traust á milli þeirra, þær þurfa að vera hreinskilnar hvor við aðra, tala saman, finna fyrir ástríðu, og ekki skammast sín. Þetta sést ekki í klámi. Þegar maður byrjar í sambandi og veit að hinn aðilinn hefur horft mikið á klám hefur maður áhyggjur af því að maður standist ekki þær kröfur sem gerðar eru í þessum myndum og jafnvel tónlistarmyndböndum. Að maður hafi ekki nógu stór brjóst eða nógu stórt typpi, ekki nógu mjó/r eða vöðvastælt/ur eða kunna ekki allar stellingar sem sýndar eru í þeim. Bæði strákar og stelpur geta haft þessar áhyggjur. Við segjum að hver og einn þurfi að hafa sjálfstraust til að gera það sem hann telur rétt en ekki að herma eftir einhverju öðru sem hann hefur séð, þá getur maður verið í heilbrigðu sambandi. Að tala saman og komast að því hvað báðir aðilar vilja gera saman, það er gott samband.Agnar Geirsson, Ari Þórðarson, Breki Þór Jónsson, Dagrún Líf Valgeirsdóttir, Davíð Gísli Davíðsson, Ewelina Paulina Mozejko, Haukur Örn Halldórsson, Hákon Þór Tímasson, Kristófer Orri Atlason, Pathara Puttharat, Sigurður Andrés Sverrisson, Snorri Guðröðarson, Thelma Björk Sævarsdóttir og Þorri Guðmundsson
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun