Ástin er eins og vinstristjórnin Símon Birgisson skrifar 5. desember 2013 14:00 Síðasti Elskhuginn eftir Val Gunnarsson Bækur: Síðasti elskhuginn Valur Gunnarsson Ormstunga „Það var erfitt að brotlenda aftur á 21. öldinni,“ segir sögumaðurinn í Síðasta elskhuganum, nýrri bók eftir Val Gunnarsson blaðamann og rithöfund, þegar hann snýr aftur til Íslands eftir misheppnað ástarævintýri í Moskvu. Síðasti elskhuginn er önnur bók Vals og mun betri en frumraunin Konungur Norðursins sem kom út fyrir nokkrum árum. Valur hefur öðlast betri tök á stíl og frásögn. Meðan hann reyndi að teygja og tvístra forminu í fyrstu bók sinni býr hann sér til skýran ramma í Síðasta elskhuganum. Bókin fjallar um misheppnaðar tilraunir söguhetjunnar til að finna ástina og sú leit fer fram bæði í stórborgum erlendis og á smekkfullum börum í miðborg Reykjavíkur. Á síðustu árum hafa svokallaðar „Chick-lit“ bækur verið að ryðja sér til rúms – það eru stelpubækur sem fjalla yfirleitt um hitt kynið, tísku og ástina. Kannski mætti lýsa bók Vals sem andsvari ljóðskáldsins með alpahúfuna við þessu yfirborðskennda bókmenntaformi. Hér er enginn skortur á tilvísunum í poppmenningu, hámenningu, sagnfræði og sálfræði – reyndar skrifar Valur sjálfur neðanmálsgreinar við skáldsöguna, stílbragð sem heppnast misvel og dregur stundum athygli frá sögunni sjálfri. En bókin er skemmtileg. Það er greinilegt að Vali þykir vænt um söguhetju sína og hann hefur húmor fyrir klisjunum. Ástin kviknar reglulega í lessal Þjóðarbókhlöðunnar, í myrkum bíósölum eða á dansgólfinu á Bakkusi. Búsáhaldabyltingin verður að rómantískri sviðsmynd og það er áhugavert að fylgjast með uppgjöri hins róttæka vinstrimanns við villta vinstrið, byltinguna sem át börnin sín. Valur ber ástina saman við vinstristjórnina: „…birtist afar sjaldan og þá með fögur fyrirheit, en um leið og ástarbríminn hverfur leysist hún upp í gagnkvæmri tortryggni og heift.“ Síðasti elskhuginn er þroskasaga eilífðarunglingsins sem getur aldrei klárað BA-ritgerðina sína. Mannsins sem er sveimhugi og bóhem en þráir hið hefðbundna íslenska fjölskyldulíf – áttar sig ekki á að hann er ástfanginn af draumi.Niðurstaða: Frumleiki bókarinnar felst í einfaldleika hennar. Valur tekur sig mátulega alvarlega í bókalandslagi þar sem allir eru snillingar. Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Síðasti elskhuginn Valur Gunnarsson Ormstunga „Það var erfitt að brotlenda aftur á 21. öldinni,“ segir sögumaðurinn í Síðasta elskhuganum, nýrri bók eftir Val Gunnarsson blaðamann og rithöfund, þegar hann snýr aftur til Íslands eftir misheppnað ástarævintýri í Moskvu. Síðasti elskhuginn er önnur bók Vals og mun betri en frumraunin Konungur Norðursins sem kom út fyrir nokkrum árum. Valur hefur öðlast betri tök á stíl og frásögn. Meðan hann reyndi að teygja og tvístra forminu í fyrstu bók sinni býr hann sér til skýran ramma í Síðasta elskhuganum. Bókin fjallar um misheppnaðar tilraunir söguhetjunnar til að finna ástina og sú leit fer fram bæði í stórborgum erlendis og á smekkfullum börum í miðborg Reykjavíkur. Á síðustu árum hafa svokallaðar „Chick-lit“ bækur verið að ryðja sér til rúms – það eru stelpubækur sem fjalla yfirleitt um hitt kynið, tísku og ástina. Kannski mætti lýsa bók Vals sem andsvari ljóðskáldsins með alpahúfuna við þessu yfirborðskennda bókmenntaformi. Hér er enginn skortur á tilvísunum í poppmenningu, hámenningu, sagnfræði og sálfræði – reyndar skrifar Valur sjálfur neðanmálsgreinar við skáldsöguna, stílbragð sem heppnast misvel og dregur stundum athygli frá sögunni sjálfri. En bókin er skemmtileg. Það er greinilegt að Vali þykir vænt um söguhetju sína og hann hefur húmor fyrir klisjunum. Ástin kviknar reglulega í lessal Þjóðarbókhlöðunnar, í myrkum bíósölum eða á dansgólfinu á Bakkusi. Búsáhaldabyltingin verður að rómantískri sviðsmynd og það er áhugavert að fylgjast með uppgjöri hins róttæka vinstrimanns við villta vinstrið, byltinguna sem át börnin sín. Valur ber ástina saman við vinstristjórnina: „…birtist afar sjaldan og þá með fögur fyrirheit, en um leið og ástarbríminn hverfur leysist hún upp í gagnkvæmri tortryggni og heift.“ Síðasti elskhuginn er þroskasaga eilífðarunglingsins sem getur aldrei klárað BA-ritgerðina sína. Mannsins sem er sveimhugi og bóhem en þráir hið hefðbundna íslenska fjölskyldulíf – áttar sig ekki á að hann er ástfanginn af draumi.Niðurstaða: Frumleiki bókarinnar felst í einfaldleika hennar. Valur tekur sig mátulega alvarlega í bókalandslagi þar sem allir eru snillingar.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira