Heimurinn fylgist með RÚV Erlendir tónlistarmenn skrifar 5. desember 2013 06:00 Ísland er menningarþjóð. Við undirrituð vitum þetta vel af eigin reynslu. Við erum tónlistarfólk frá ýmsum löndum: hljómsveitarstjórar, hljóðfæraleikarar, söngkona og tónskáld. Við eigum það sameiginlegt að hafa öll haldið eftirminnilega tónleika fyrir forvitna, víðsýna og menntaða áheyrendur á Íslandi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð Ríkisútvarpsins á Íslandi. Okkur hefur borist til eyrna að í síðustu viku hafi 39 verið sagt upp störfum samstundis og að hótað sé enn fleiri uppsögnum. Rás 1, menningarrásin, hefur fengið harðasta skellinn, ekki síst tónlistardeildin. Af öllu starfsliði hennar eru nú aðeins tveir eftir. Framvegis verða þar engir sérfræðingar í barokktónlist, djassi eða samtímatónlist, enginn kynnir frá sinfóníutónleikum, enginn sérmenntaður tónmeistari til að hljóðrita klassískan tónlistarflutning. Allt frá því að Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 hefur það verið meginstoð í íslensku menningarlífi. Það hefur sent út metnaðarfulla þætti og hljóðritað þúsundir tónleika. Hljóðritasafn Ríkisútvarpsins er ómetanleg heimild um tónlistarflutning á Íslandi á 20. og 21. öld. Við höfum öll verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með frábæru starfsfólki RÚV; þau hafa hljóðritað og sent út tónleika okkar í Háskólabíói, Hörpu, Laugardalshöllinni og fleiri tónleikastöðum. Okkur þykir grátlegt að nú sé þessu metnaðarfulla starfi teflt í tvísýnu. Við höfum fullan skilning á því að Ísland er í vanda statt hvað efnahag varðar. En við gerum okkur einnig grein fyrir því að RÚV hefur gegnt lykilhlutverki í íslensku þjóðlífi, verið „háskóli fólksins“, farvegur gagnrýninnar umræðu og hefur staðið vörð um hugsjón um upplýst, menntað samfélag. Hinn grimmilegi niðurskurður á Ríkisútvarpinu er ekki nauðsyn, heldur ákaflega misráðið val. Með brottrekstrinum er gerð atlaga að einni af meginstoðum íslensks tónlistarlífs. Þessi ákvörðun er til marks um forgangsröðun sem brýtur gegn lögbundnu hlutverki RÚV, þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli uppfylla „menningarlegar þarfir“ íslensku þjóðarinnar. Við undirrituð hvetjum stjórn RÚV, Alþingi Íslendinga og menntamálaráðherra að beita sér í málinu þegar í stað. Heimurinn fylgist með ykkur.Vladimir Ashkenazy píanóleikari og hljómsveitarstjóriLeif Ove Andsnes píanóleikariRumon Gamba hljómsveitarstjóriHilary Hahn fiðluleikariPekka Kuusisto fiðluleikariNico Muhly tónskáldViktoria Postnikova píanóleikariGennady Rozhdestvensky hljómsveitarstjóriKiri Te Kanawa söngkonaOsmo Vänskä hljómsveitarstjóriMartin Fröst klarínettuleikari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ísland er menningarþjóð. Við undirrituð vitum þetta vel af eigin reynslu. Við erum tónlistarfólk frá ýmsum löndum: hljómsveitarstjórar, hljóðfæraleikarar, söngkona og tónskáld. Við eigum það sameiginlegt að hafa öll haldið eftirminnilega tónleika fyrir forvitna, víðsýna og menntaða áheyrendur á Íslandi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð Ríkisútvarpsins á Íslandi. Okkur hefur borist til eyrna að í síðustu viku hafi 39 verið sagt upp störfum samstundis og að hótað sé enn fleiri uppsögnum. Rás 1, menningarrásin, hefur fengið harðasta skellinn, ekki síst tónlistardeildin. Af öllu starfsliði hennar eru nú aðeins tveir eftir. Framvegis verða þar engir sérfræðingar í barokktónlist, djassi eða samtímatónlist, enginn kynnir frá sinfóníutónleikum, enginn sérmenntaður tónmeistari til að hljóðrita klassískan tónlistarflutning. Allt frá því að Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 hefur það verið meginstoð í íslensku menningarlífi. Það hefur sent út metnaðarfulla þætti og hljóðritað þúsundir tónleika. Hljóðritasafn Ríkisútvarpsins er ómetanleg heimild um tónlistarflutning á Íslandi á 20. og 21. öld. Við höfum öll verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með frábæru starfsfólki RÚV; þau hafa hljóðritað og sent út tónleika okkar í Háskólabíói, Hörpu, Laugardalshöllinni og fleiri tónleikastöðum. Okkur þykir grátlegt að nú sé þessu metnaðarfulla starfi teflt í tvísýnu. Við höfum fullan skilning á því að Ísland er í vanda statt hvað efnahag varðar. En við gerum okkur einnig grein fyrir því að RÚV hefur gegnt lykilhlutverki í íslensku þjóðlífi, verið „háskóli fólksins“, farvegur gagnrýninnar umræðu og hefur staðið vörð um hugsjón um upplýst, menntað samfélag. Hinn grimmilegi niðurskurður á Ríkisútvarpinu er ekki nauðsyn, heldur ákaflega misráðið val. Með brottrekstrinum er gerð atlaga að einni af meginstoðum íslensks tónlistarlífs. Þessi ákvörðun er til marks um forgangsröðun sem brýtur gegn lögbundnu hlutverki RÚV, þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli uppfylla „menningarlegar þarfir“ íslensku þjóðarinnar. Við undirrituð hvetjum stjórn RÚV, Alþingi Íslendinga og menntamálaráðherra að beita sér í málinu þegar í stað. Heimurinn fylgist með ykkur.Vladimir Ashkenazy píanóleikari og hljómsveitarstjóriLeif Ove Andsnes píanóleikariRumon Gamba hljómsveitarstjóriHilary Hahn fiðluleikariPekka Kuusisto fiðluleikariNico Muhly tónskáldViktoria Postnikova píanóleikariGennady Rozhdestvensky hljómsveitarstjóriKiri Te Kanawa söngkonaOsmo Vänskä hljómsveitarstjóriMartin Fröst klarínettuleikari
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun