Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 07:00 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur hefur ásamt fleirum greint bein úr 83 kumlum frá landnámsöld. Fréttablaðið/Tómas Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira