An Nabi Saleh – þar sem hernámi og kúgun er mótmælt Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 6. desember 2013 12:06 Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun